Vestri bíður enn eftir fyrsta heimaleiknum

Fatai Gbadamosi, Benedikt V. Warén, Andri Rúnar Bjarnason, Ibrahima Balde, …
Fatai Gbadamosi, Benedikt V. Warén, Andri Rúnar Bjarnason, Ibrahima Balde, Silas Songani. Eyþór Árnason

Heimavöllur Vestra á Ísafirði er enn ekki tilbúinn og liðið mætir Víkingum á Þróttarvelli í næstu umferð Bestu deildar karla í fótbolta. Þetta er annar heimaleikur liðsins í deildinni sem fram fer í Laugardalnum.

Vestri hefur spilað fimm af sex leikjum sínum á útivelli það sem af er tímabils en eini heimaleikur liðsins hingað til fór fram á Þróttarvelli í Laugardal. Útséð er með að næsti heimaleikur fer einnig fram í Laugardalnum.

Liðin mætast mánudaginn 20. maí en fyrst fer Vestri norður á Akureyri og mætir KA í bikarkeppni KSÍ á miðvikudaginn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert