Bjarki beint í byrjunarliðið á Wembley

Åge Hareide stýrir íslenska landsliðinu.
Åge Hareide stýrir íslenska landsliðinu. Ljósmynd/Alex Nicodim

Byrjunarlið Íslands fyrir vináttulandsleikinn í knattspyrnu gegn Englendingum á Wembley, sem hefst klukkan 18.45, hefur verið tilkynnt.

Þar kemur mest á óvart að Bjarki Steinn Bjarkason, leikmaður Venezia á Ítalíu, er í byrjunarliðinu en hann á tvo landsleiki að baki.

Þrjár breytingar eru á byrjunarliðinu frá leiknum við Úkraínu í mars. Albert Guðmundsson og Guðlaugur Victor Pálsson eru ekki með og Guðmundur Þórarinsson fer á bekkinn.

Bjarki kemur í stað Guðlaugs Victors sem hægri bakvörður, Kolbeinn Birgir Finnsson er vinstri bakvörður í stað Guðmundar og Mikael Anderson tekur stöðu Alberts Guðmundssonar í framlínunni.

Liðið er þannig skipað:

Hákon Rafn Valdimarsson
Bjarki Steinn Bjarkason
Sverrir Ingi Ingason
Daníel Leó Grétarsson
Kolbeinn Birgir Finnsson
Arnór Ingvi Traustason
Jóhann Berg Guðmundsson
Hákon Arnar Haraldsson
Mikael Anderson
Andri Lucas Guðjohnsen
Jón Dagur Þorsteinsson

Lið Englands:
Aaron Ramsdale
Kyle Walker
John Stones
Marc Guéhi
Kieran Trippier
Declan Rice
Kobbie Mainoo
Cole Palmer
Phil Foden
Harry Kane
Anthony Gordon

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert