Holland reyndist ofjarl Íslands í Rotterdam

Hol­land hafði ör­ugg­lega bet­ur gegn Íslandi, 4:0, þegar liðin átt­ust við í vináttu­lands­leik í knatt­spyrnu karla á De Kuip-leik­vang­in­um í Rotter­dam í kvöld.

Hol­lenska liðið var með tölu­verða yf­ir­burði í leikn­um og tókst því ís­lenska ekki að fylgja eft­ir frá­bær­um 1:0-sigri á Englandi á Wembley-leik­vang­in­um á föstu­dags­kvöld.

Xavi Simons, Virgil van Dijk, Donyell Malen og Wout Weg­horst skoruðu mörk Hol­lands. Þrjú þeirra komu í síðari hálfleik þó Ísland hafi að mörgu leyti spilað bet­ur í hon­um en þeim fyrri.

Memphis Depay reynir hjólhestaspyrnu að marki Íslands en Valgeir Lunddal …
Memp­his Depay reyn­ir hjól­hesta­spyrnu að marki Íslands en Val­geir Lund­dal Friðriks­son er til varn­ar. Ljós­mynd/​Alex Nicodim

Erfiður fyrri hálfleik­ur en aðeins eitt mark

Íslenska liðið byrjaði leik­inn prýðilega og hélt bolt­an­um vel en átti erfitt upp­drátt­ar frá 15. mín­útu þegar hol­lenska liðið hóf að leika mjög vel og skapa sér mik­inn fjölda góðra færa.

Sér­stak­lega tókst Hollandi reglu­lega að finna hægri bakvörðinn Denzel Dum­fries í hlaup­um inn í víta­teig fyr­ir aft­an Kol­bein Birgi Finns­son. Í eitt slíkt skipti kom fyrsta mark leiks­ins um miðjan fyrri hálfleik­inn.

Joey Veerm­an átti þá góða send­ingu vinstra meg­in við víta­teig­inn, kom bolt­an­um yfir Kol­bein Birgi og á Dum­fries, hann skallaði bolt­ann viðstöðulaust þvert fyr­ir markið þar sem Xavi Simons kom bolt­an­um auðveld­lega í netið af ör­stuttu færi.

Mikael Anderson og Hákon Arnar Haraldsson í baráttunni í Rotterdam …
Mika­el And­er­son og Há­kon Arn­ar Har­alds­son í bar­átt­unni í Rotter­dam í kvöld. Ljós­mynd/​Alex Nicodim

Memp­his Depay gerði sig nokkr­um sinn­um lík­leg­an til þess að skora í fyrri hálfleik en í tvígang varði Há­kon Rafn Valdi­mars­son vel frá hon­um, einu sinni skaut Depay fram­hjá fyr­ir miðjum víta­teign­um og í eitt skiptið fór skot hans úr teign­um af varn­ar­manni og rétt yfir markið.

Cody Gakpo komst þá einu sinni ná­lægt því að skora en skot hans af víta­teigs­lín­unni fór í ut­an­vert hliðarnetið.

Ísland átti nokkr­ar álit­leg­ar sókn­ir í fyrri hálfleikn­um en ekk­ert varð úr neinni þeirra og ís­lenska liðið átti ekki eitt ein­asta skot í hon­um.

Staðan í leik­hléi var 1:0, Hollandi í vil.

Van Dijk tvö­faldaði for­yst­una

Nán­ast strax í upp­hafi síðari hálfleiks, á 49. mín­útu, tvö­faldaði Hol­land for­yst­una.

Veerm­an tók þá horn­spyrnu frá hægri, fann Jer­dy Schou­ten á nær­stöng­inni, hann skallaði bolt­ann fyr­ir markið á Nath­an Aké sem vann ann­an skalla­bolt­ann, beint á koll­inn á fyr­irliðann Virgil van Dijk sem skallaði bolt­ann niður í vinstra hornið af stuttu færi.

Skömmu síðar, á 54. mín­útu, kom loks­ins fyrsta marktilraun Íslands í leikn­um. Fyr­irliðinn Jó­hann Berg Guðmunds­son átti þá gott skot fyr­ir utan víta­teig eft­ir skynd­isókn en bolt­inn fór af varn­ar­manni og aft­ur fyr­ir.

Í kjöl­far horn­spyrn­unn­ar vann Jón Dag­ur Þor­steins­son bolt­ann inni í víta­teig Hol­lands, renndi hon­um fyr­ir markið en Hol­lend­ing­ar náðu að hreinsa frá af markteig.

Byrjunarlið Íslands í Rotterdam í kvöld.
Byrj­un­arlið Íslands í Rotter­dam í kvöld. Ljós­mynd/​Alex Nicodim

Þrumuf­leyg­ur Stef­áns Teits

Eft­ir þetta róaðist leik­ur­inn tölu­vert en á 70. mín­útu átti varamaður­inn Stefán Teit­ur Þórðar­son frá­bæra til­raun af um 30 metra sem small í stöng­inni.

Stuttu síðar átti Jó­hann Berg góða fyr­ir­gjöf úr auka­spyrnu af hægri kant­in­um, beint á Sverri Inga Inga­son sem náði skalla af nær­stöng­inni en fram­hjá mark­inu.

Fimm mín­út­um síðar, á 79. mín­útu, skoraði Hol­land þriðja markið. Þar var að verki Donyell Malen, sem hafði komið inn á sem varamaður aðeins fjór­um mín­út­um áður.

Arnór Ingvi Traustason, Jóhann Berg Guðmundsson og Andri Lucas Guðjohnsen …
Arn­ór Ingvi Trausta­son, Jó­hann Berg Guðmunds­son og Andri Lucas Guðjohnsen hita upp í Rotter­dam í kvöld. Ljós­mynd/​Alex Nicodim

Hol­lend­ing­ar gerðu end­an­lega út um leik­inn

Slapp hann í gegn eft­ir lag­lega stungu­send­ingu frá Depay og kláraði af ör­yggi niður í nær­hornið með skoti hægra meg­in úr víta­teign­um.

Skömmu síðar skoraði Hol­land fjórða markið, það gerði Depay eft­ir lag­lega fyr­ir­gjöf vara­manns­ins Jeremie Frimpong, en eft­ir at­hug­un í VAR var markið dæmt vegna þess að Veerm­an hafði hand­leikið knött­inn í aðdrag­and­an­um.

Jón Dagur Þorsteinsson og Kolbeinn Birgir Finnsson hita upp.
Jón Dag­ur Þor­steins­son og Kol­beinn Birg­ir Finns­son hita upp. Ljós­mynd/​Alex Nicodim

Enn var tími fyr­ir heima­menn að bæta fjórða mark­inu við. Það kom á þriðju mín­útu upp­bót­ar­tíma venju­legs leiktíma.

Varamaður­inn Malen fékk bolt­ann þá inn fyr­ir, renndi bolt­an­um fyr­ir á ann­an vara­mann, Wout Weg­horst, sem vippaði bolt­an­um snyrti­lega yfir Há­kon Rafn af stuttu færi.

Upp­haf­lega var markið dæmt af vegna rang­stöðu á Malen en eft­ir at­hug­un í VAR reynd­ist það röng niðurstaða og markið fékk að standa.

Niðurstaðan því fjög­urra marka sig­ur Hol­lands, sem lít­ur af­skap­lega vel út fyr­ir EM sem hefst í lok vik­unn­ar.

Hol­land 4:0 Ísland opna loka
skorar Xavi Simons (23. mín.)
skorar Virgil van Dijk (49. mín.)
skorar Donyell Malen (79. mín.)
skorar Wout Weghorst (90. mín.)
Mörk
mín.
90 Leik lokið
+4 Holland vinnur geysilega öruggan fjögurra marka sigur.
90 MARK! Wout Weghorst (Holland) skorar
+3 Nú kemur fjórða markið. Malen fær boltann vinstra megin í teignum, rennir honum þvert fyrir á Weghorst sem vippar laglega yfir Hákon Rafn. Markið var upphaflega dæmt af vegna rangstöðu á Malen en það reyndist ekki rétt niðurstaða.
90 Ísland fær hornspyrnu
+2 Ekkert kemur út úr henni.
86 Ísland fær hornspyrnu
Hollendingar koma henni frá.
84 Wout Weghorst (Holland) kemur inn á
84 Memphis Depay (Holland) fer af velli
84 Brynjar Ingi Bjarnason (Ísland) kemur inn á
84 Sverrir Ingi Ingason (Ísland) fer af velli
84 Kristian Nökkvi Hlynsson (Ísland) kemur inn á
84 Hákon Arnar Haraldsson (Ísland) fer af velli
81 Holland (Holland) VAR
Holland skorar fjórða markið en dómarinn athugar hvort Veerman hafi handleikið boltann í aðdraganda marksins og ákveður að lokum að svo sé. Markið fær ekki að standa. Frimpong átti glæsilega fyrirgjöf af hægri kantinum yfir á fjærstöngina þar sem Depay var mættur og stýrði boltanum af stuttu færi í netið.
79 MARK! Donyell Malen (Holland) skorar
3:0 Holland gerir endanlega út um leikinn. Depay með glæsilega sendingu inn fyrir, Malen slítur sig lausan frá Bjarka Steini, sleppur í gegn og leggur boltann í nærhornið hægra megin úr vítateignum.
75 Jeremie Frimpong (Holland) kemur inn á
75 Xavi Simons (Holland) fer af velli
75 Lutsharel Geertruida (Holland) kemur inn á
75 Denzel Dumfries (Holland) fer af velli
75 Donyell Malen (Holland) kemur inn á
75 Cody Gakpo (Holland) fer af velli
74 Sverrir Ingi Ingason (Ísland) á skalla sem fer framhjá
Færi! Jóhann Berg með góða aukaspyrnu af hægri kanti, beint á kollinn á Sverri Inga á nærstönginni en skallinn framhjá nærstönginni.
70 Stefán Teitur Þórðarson (Ísland) á skot í stöng
Þvílíkur þrumufleygur! Neglir boltanum af um 30 metra færi og boltinn smellur í stönginni og fer þaðan út í teiginn áður en Hollendingar hreinsa frá. Svakaleg tilraun.
70 Cody Gakpo (Holland) á skot sem er varið
Færi! Depay vippar boltanum inn fyrir á Gakpo sem nær að pota í boltann en Hákon Rafn er mættur og lokar mjög vel með fótunum.
68 Holland fær hornspyrnu
Hún er skölluð frá.
66 Georginio Wijnaldum (Holland) kemur inn á
66 Jerdy Schouten (Holland) fer af velli
66 Micky van de Ven (Holland) kemur inn á
66 Nathan Aké (Holland) fer af velli
64
Leikurinn róast töluvert í síðari hálfleik, ekki jafn mikill ákafi í sóknarleik Hollands, sérstaklega eftir að hafa náð inn öðru markinu snemma í þeim síðari.
62 Arnór Sigurðsson (Ísland) kemur inn á
62 Mikael Anderson (Ísland) fer af velli
62 Ísak Bergmann Jóhannesson (Ísland) kemur inn á
62 Jón Dagur Þorsteinsson (Ísland) fer af velli
56 Xavi Simons (Holland) á skot yfir
Íslenska liðið skallar hornspyrnuna frá, Simons reynir skot á lofti af mjög löngu færi en það fer alveg rosalega hátt yfir markið.
56 Holland fær hornspyrnu
55
Nálægt! Hollendingar eru fyrstir í boltann eftir hornspyrnuna, Reijnders nær boltanum en er steinsofandi og Jón Dagur hirðir hann af honum í teignum, rennir boltanum þvert fyrir markið en Hollendingar hreinsa frá á síðustu stundu. Í kjölfarið gefur Valgeir fyrir og vill hendi og vítaspyrnu en ekkert dæmt.
54 Ísland fær hornspyrnu
54 Jóhann Berg Guðmundsson (Ísland) á skot framhjá
Fyrsta skot Íslands lítur loks dagsins ljós, Jóhann með fína tilraun fyrir utan teig eftir skyndisókn en skotið af varnarmanni og aftur fyrir.
49 MARK! Virgil van Dijk (Holland) skorar
2:0 Holland tvöfaldar forystuna. Veerman tekur hornspyrnuna frá hægri, Schouten vinnur skallaboltann, Aké vinnur þann næsta og van Dijk vinnur þann þriðja af stuttu færi og skallar boltann af öryggi niður í vinstra hornið.
48 Holland fær hornspyrnu
46 Seinni hálfleikur hafinn
Hollendingar hefja síðari hálfleikinn.
46 Stefán Teitur Þórðarson (Ísland) kemur inn á
Ein skipting í hálfleik.
46 Arnór Ingvi Traustason (Ísland) fer af velli
45 Hálfleikur
+1 Holland er einu marki yfir þegar flautað er til leikhlés. Mörkin gætu hæglega verið fleiri en heimamenn hafa nokkrum sinnum farið illa að ráði sínu. Þörf er á betri frammistöðu Íslands í síðari hálfleik ef ekki á illa að fara.
45 Nathan Aké (Holland) á skalla sem fer framhjá
+1 Nær skallanum eftir hornspyrnuna frá hægri en hann fer langt framhjá markinu.
45 Holland fær hornspyrnu
41
Þarna munaði litlu! Íslenska liðið geysist í sókn, Jón Dagur nær hættulegri fyrirgjöf með jörðinni en Aké tekst að hreinsa frá af markteig.
39 Holland fær hornspyrnu
Boltinn hafnar að lokum í fangi Hákons Rafns.
39 Memphis Depay (Holland) á skot yfir
Færi! Boltinn dettur fyrir Depay í teignum, hann nær skoti sem fer í varnarmann og yfir markið.
39 Memphis Depay (Holland) á skot sem er varið
Færi! Depay sleppur í gegn vinstra megin, tekur skotið úr þröngu færi nálægt markinu en Hákon lokar vel og ver.
36 Cody Gakpo (Holland) á skot framhjá
Færi! Gakpo fer illa með varnarmenn Íslands, tekur hörkuskot með jörðinni vinstra megin á vítateigslínunni en skotið í utanvert hliðarnetið á nærstönginni.
32
Íslenska liðið á í miklum vandræðum með það hollenska sem er mjög beinskeytt.
28 Stefan de Vrij (Holland) á skot yfir
Skotið fyrir utan teig er himinhátt yfir markið.
27 Memphis Depay (Holland) á skot framhjá
Dauðafæri! Reijnders með glæsilega sendingu af miðjunni sem Gakpo nær að teygja sig í með herkjum vinstra megin í teignum, rennir boltanum þannig þvert fyrir markið þar sem Depay kemur á ferðinni og nær vinstri fótar skoti í dauðafæri en skotið framhjá!
23 MARK! Xavi Simons (Holland) skorar
1:0 Holland kemst yfir! Hollendingar hafa verið að hóta markinu. Veerman með laglega sendingu vinstra megin við vítateiginn, finnur Dumfries hægra megin í teignum, hann skallar boltann þvert fyrir markið og eftirleikurinn auðveldur fyrir Simons sem kemur boltanum í markið af örstuttu færi.
21 Memphis Depay (Holland) á skot framhjá
Færi! Dumfries þrumar boltanum fyrir, Hákon Rafn kýlir boltann út en mjög stutt, Depay reynir bakfallsspyrnu af örstuttu en þröngu færi hægra megin í markteignum og skotið framhjá nærstönginni.
19 Ísland fær hornspyrnu
Jóhann Berg tekur hornspyrnuna og hún fer í fyrsta mann, fær svo annað tækifæri og á fasta fyrirgjöf sem Verbruggen er í smá vandræðum með að grípa, tekst það hins vegar í annarri tilraun.
18 Holland fær hornspyrnu
Hákon Rafn reynir að grípa boltann en tekst ekki, Valgeir hreinsar svo frá.
16 Nathan Aké (Holland) á skalla sem fer framhjá
Vinnur skallann eftir hornspyrnuna en hann fer langt framhjá markinu.
15 Holland fær hornspyrnu
15 Memphis Depay (Holland) á skot sem er varið
Færi! Depay gerir vel í að koma sér í skot vinstra megin í teignum, nær góðu skoti sem stefnir upp í samskeytin fjær en Hákon Rafn les þetta vel og ver það nokkuð þægilega aftur fyrir!
13 Holland fær hornspyrnu
Hún er skölluð frá.
12 Denzel Dumfries (Holland) á skalla yfir
Gakpo gefur fyrir frá vinstri, Dumfries vinnur skallaboltann gegn Kolbeini Birgi en skallinn hátt yfir markið.
11
Veerman með góða sendingu yfir á Dumfries sem er einn hægra megin í teignum, reynir að skalla boltann fyrir markið en beint í fangið á Hákoni Rafni.
7 Joey Veerman (Holland) á skot yfir
Aukaspyrnan fer í varnarvegginn, Veerman fær boltann og reynir skot fyrir utan teig en það fer rétt yfir markið. Hákon Rafn var þó með þennan.
6
Holland fær aukaspyrnu á stórhættulegum stað hægra megin við vítateiginn. Simons fer niður eftir örlitla snertingu Jóhanns.
4
Þetta fer nokkuð rólega af stað. Ísland er meira með boltann í byrjun og heldur vel í hann.
1 Leikur hafinn
Ísland hefur leikinn.
0
Liðin ganga hér inn á völlinn við mikil fagnaðarlæti viðstaddra. Reykvélarnar eru á yfirsnúningi.
0
Holland gerir níu breytingar á byrjunarliði sínu frá sigrinum gegn Kanada. Þeir sem koma inn í liðið eru fyrirliðinn Virgil van Dijk, Nathan Aké, Denzel Dumfries, Cody Gakpo, Teun Koopmeiners, Stefan de Vrij, Joey Veerman, Tijjani Reijnders og Xavi Simons. Bart Verbruggen og Memphis Depay eru þeir einu sem halda sæti sínu.
0
Eru það um leið einu tveir sigrar Íslands í viðureignum þessa liða. Í 14 leikjum hefur Holland unnið tíu leiki og tvisvar hafa liðin gert jafntefli, árin 1982 og 1987.
0
Liðin mættust síðast í undankeppni EM 2016 í september árið 2015. Þar hafði Ísland 1:0-sigur með sigurmarki Gylfa Þórs Sigurðssonar úr vítaspyrnu. Tæpu ári áður hafði Ísland unnið 2:0 á Laugardalsvelli, þar sem Gylfi Þór skoraði bæði mörkin.
0
Åge Hareide gerir aðeins eina breytingu á byrjunarliðinu frá sigrinum gegn Englandi á Wembley. Daníel Leó Grétarsson er tæpur vegna meiðsla og í hans stað kemur Valgeir Lunddal Friðriksson í vörnina og leikur þar við hlið Sverris Inga Ingasonar sem miðvörður.
0
Í leiknum í kvöld verður stuðst við VAR myndbandsdómgæslu og marklínutækni.
0
Holland lék vináttulandsleik gegn Kanada á De Kuip síðastliðið fimmtudagskvöld og vann þar öruggan 4:0-sigur. Memphis Depay, Jeremie Frimpong, Wout Weghorst og Virgil van Dijk skoruðu mörk Hollendinga.
0
Ísland vann stórkostlegan 1:0-sigur á Englandi í vináttulandsleik á Wembley síðastliðið föstudagskvöld. Jón Dagur Þorsteinsson skoraði sigurmarkið snemma leiks.
0
Komið þið sæl og verið velkomin með mbl.is í beina textalýsingu frá vináttulandsleik Hollands og Íslands sem fer fram á heimavelli Feyenoord í Rotterdam.
Sjá meira
Sjá allt

Holland: (4-3-3) Mark: Bart Verbruggen. Vörn: Denzel Dumfries (Lutsharel Geertruida 75), Stefan de Vrij, Virgil van Dijk, Nathan Aké (Micky van de Ven 66). Miðja: Tijjani Reijnders, Jerdy Schouten (Georginio Wijnaldum 66), Joey Veerman. Sókn: Xavi Simons (Jeremie Frimpong 75), Memphis Depay (Wout Weghorst 84), Cody Gakpo (Donyell Malen 75).
Varamenn: Justin Bijlow (M), Mark Flekken (M), Lutsharel Geertruida, Matthijs de Ligt, Georginio Wijnaldum, Wout Weghorst, Jeremie Frimpong, Micky van de Ven, Daley Blind, Donyell Malen, Brian Brobbey, Teun Koopmeiners, Steven Bergwijn, Ryan Gravenberch.

Ísland: (4-3-3) Mark: Hákon Rafn Valdimarsson. Vörn: Bjarki Steinn Bjarkason, Valgeir Lunddal Friðriksson, Sverrir Ingi Ingason (Brynjar Ingi Bjarnason 84), Kolbeinn Birgir Finnsson. Miðja: Arnór Ingvi Traustason (Stefán Teitur Þórðarson 46), Hákon Arnar Haraldsson (Kristian Nökkvi Hlynsson 84), Jóhann Berg Guðmundsson. Sókn: Mikael Anderson (Arnór Sigurðsson 62), Andri Lucas Guðjohnsen, Jón Dagur Þorsteinsson (Ísak Bergmann Jóhannesson 62).
Varamenn: Elías Rafn Ólafsson (M), Patrik Sigurður Gunnarsson (M), Alfons Sampsted, Guðmundur Þórarinsson, Brynjar Ingi Bjarnason, Daníel Leó Grétarsson, Arnór Sigurðsson, Logi Tómasson, Stefán Teitur Þórðarson, Ísak Bergmann Jóhannesson, Sævar Atli Magnússon, Kristian Nökkvi Hlynsson.

Skot: Holland 17 (7) - Ísland 3 (1)
Horn: Ísland 4 - Holland 8.

Lýsandi: Gunnar Egill Daníelsson
Völlur: De Kuip, Rotterdam
Áhorfendafjöldi: 42.000

Leikur hefst
10. júní 2024 18:45

Aðstæður:
11 gráðu hiti, skýjað og vindur er sjö metrar á sekúndu. Grasvöllurinn er glæsilegur og blautur eftir hellirigningu áðan.

Dómari: Evangelos Manouchos, Grikklandi
Aðstoðardómarar: Konstantinos Psárris og Konstantinos Nikolaidis, Grikklandi

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert