Vestramenn fengu Valsmenn í heimsókn vestur í fyrsta leiknum á Ísafirði í sumar. Leikurinn endaði 5:1 fyrir gestina.
Valsmenn byrjuðu leikinn betur. Voru að pressa vel og komast í hættulegar stöður án þess að skapa sér mikið. Það dró svo til tíðinda á 16 mínútu Vestramenn töpuðu boltanum enn og aftur í uppspili. Sigurður Egill vinnur boltann við miðlínu og sendir hann í gegn í fyrsta á Jónatan Inga sem klárar glæsilega í fjær hornið, 1:0 fyrir Val.
Eftir markið eru tóku gestirnir öll völd. Heimamenn vöknuðu svo til lífsins eftir 27 mínútur og byrjaðu að ná að spila sig í gegnum pressu gestina. Fyrst komst Silas í fínt færi og stuttu seinna kom jöfnunarmarkið. Vestri jafnaði á 31 mínútu, Pétur á glæsilega sendingu í gegn á Bendikt Waren sem kláraði glæsilega framhjá Fredrik í markinu, 1:1.
Eftir jöfnunarmarkið voru heimamenn sterkari án þess að skapa sér mikið. Valsmenn áttu síðan góðan kafla undir lok hálfleiksins.
Valsmenn mæta af þvílíkum krafti í seinni hálfleikinn og heimamenn mæta vanstilltir til leiks. Valur gengur á lagið. Veislan hefst á 57 mín þegar Vestri tapar boltanum klaufalega Valsmenn taka einkast fljótt og boltinn berst til Tryggva sem á góða fyrirgjöf sem Patrik skallar í netið af markteig, 2:1.
Valur bætir síðan við marki á 64 mínútu þegar Eskelinen gefur boltann beint á gestina og þeir komast 3 á 1 Patrik rennir honum til hliðar á Tryggva Hrafn sem skorar, 3:1.
Eskelinen heldur áfram gjöfunum, Valsmenn senda langan bolta fram og virðist engin hætta, en Eskelinen hittir ekki boltann og Lúkas Logi rennir honum í opið markið, 4:1.
Þegar leikurinn virtist vera að fjara út prjónaði Jónatan Ingi sig í gegn og skorar glæsilegt mark með síðustu snertingu leiksins, t:1.
Valsmenn voru einfaldlega miklu betri á öllum sviðum fótboltans í dag. Vestri átti góðan kafla undir lok fyrri hálfleiks en það var ekki mikið meira en það. Sigurinn fyllilega verðskuldaður og hefði í raun geta verið stærri.
Jónatan Ingi var lang besti maður vallarins og var allt í öllu, Tryggvi Hrafn var einni góður. Virkilega góður sigur Vals sem kemur sér í 25 stig en Vestri er enn með sín 10 stig í tíunda sætinu.