Glæsilegur sigur Íslands í Svartfjallalandi

Andri Lucas Guðjohnsen, Logi Tómasson og Ísak Bergmann Jóhannesson fagna …
Andri Lucas Guðjohnsen, Logi Tómasson og Ísak Bergmann Jóhannesson fagna öðru marki Íslands. Ljósmynd/Alex Nicodim

Ísland hafði bet­ur gegn Svart­fjalla­landi, 2:0, á úti­velli í Þjóðadeild karla í fót­bolta í Niksic í Svart­fjalla­landi í kvöld. Ísland er nú með sjö stig í riðlin­um en Svart­fjalla­land er enn án stiga.

Í hinum leik riðils­ins gerðu Wales og Tyrk­land marka­laust jafn­tefli. Ísland mæt­ir Wales á þriðju­dag­inn næst­kom­andi í úr­slita­leik um 2. sæti riðils­ins sem trygg­ir um­spil um sæti í A-deild­inni.

Tyrk­land er með 11 stig og Wales 9 í tveim­ur efstu sæt­un­um eft­ir marka­laust jafn­tefli þjóðanna í kvöld. Wales næg­ir því jafn­tefli gegn Íslandi í Car­diff en þá myndi Ísland fara í um­spil um áfram­hald­andi sæti í B-deild­inni.

Heima­menn fengu fyrsta færið á 4. mín­útu er Vla­dimir Jovovic átti fast skot rétt utan teigs sem Há­kon Rafn Valdi­mars­son gerði mjög vel í að verja.

Ísland fékk hins veg­ar besta færi hálfleiks­ins á 11. mín­útu þegar Orri Steinn Óskars­son slapp einn í gegn og renndi bolt­an­um rétt fram­hjá nær­stöng­inni.

Orri Steinn Óskarsson skoraði fyrsta mark Íslands.
Orri Steinn Óskars­son skoraði fyrsta mark Íslands. Ljós­mynd/​Alex Nicodim

Íslenska liðið varð fyr­ir áfalli á 20. mín­útu þegar Aron Ein­ar Gunn­ars­son fór af velli vegna meiðsla.

Í kjöl­farið kom góður kafli hjá Svart­fjalla­landi og Mar­ko Bakic kom bolt­an­um í netið á 23. mín­útu eft­ir tvær glæsi­leg­ar markvörsl­ur frá Há­koni en Bakic var í rang­stöðu og markið taldi ekki.

Ni­kola Krstovic átti skot yfir í kjöl­farið og Adam Mar­usic bylm­ings­skot rétt fram­hjá. Þess á milli átti Arn­ór Ingvi Trausta­son hættu­legt skot en bolt­inn fór rétt fram­hjá fær­stöng­inni.

Jó­hann Berg Guðmunds­son komst svo í fínt færi á loka­mín­útu fyrri hálfleiks en hann setti bolt­ann fram­hjá.

Orri Steinn Óskarsson kemur boltanum í netið.
Orri Steinn Óskars­son kem­ur bolt­an­um í netið. Ljós­mynd/​Alex Nicodim

Staðan í hálfleik var því marka­laus, þrátt fyr­ir fín færi beggja liða.

Ni­kola Krstovic fékk fyrsta góða færi seinni hálfleiks en hann lagði bolt­ann fram­hjá úr hættu­legri stöðu rétt utan teigs eft­ir sókn upp vinstri kant­inn á 54. mín­útu.

Næstu mín­út­ur voru ró­legri og var staðan enn marka­laus eft­ir 70. mín­útna leik.

Ísak Bergmann Jóhannesson skoraði annað mark Íslands í kvöld.
Ísak Berg­mann Jó­hann­es­son skoraði annað mark Íslands í kvöld. Ljós­mynd/​Alex Nicodim

Það breytt­ist á 74. mín­útu því þá skoraði Orri Steinn Óskars­son með huggu­legri af­greiðslu í teign­um eft­ir að varamaður­inn Mika­el Eg­ill Ell­erts­son skallaði bolt­ann á hann í teign­um.

Íslenska liðið lét það ekki nægja því varamaður­inn Ísak Berg­mann Jó­hann­es­son skoraði annað markið á 89. mín­útu er hann af­greiddi bolt­ann glæsi­lega í netið vinstra meg­in í teign­um eft­ir góðan sprett frá Orra Steini og svo send­ingu frá Andra Lucas Guðjohnsen.

Reynd­ist það síðasta mark leiks­ins og ís­lenska liðið fagnaði góðum útisigri.

Íslenska landsliðið fagnar fyrra markinu.
Íslenska landsliðið fagn­ar fyrra mark­inu. Ljós­mynd/​Alex Nicodim
Jóhann Berg Guðmundsson með boltann í kvöld.
Jó­hann Berg Guðmunds­son með bolt­ann í kvöld. Ljós­mynd/​Alex Nicodim
Ísak Bergmann Jóhannesson fagnar marki sínu í kvöld.
Ísak Berg­mann Jó­hann­es­son fagn­ar marki sínu í kvöld. Ljós­mynd/​Alex Nicodim
Orri Steinn Óskarsson.
Orri Steinn Óskars­son. Ljós­mynd/​Alex Nicodim
Ljós­mynd/​Alex Nicodim
Valgeir Lunddal Friðriksson í baráttunni.
Val­geir Lund­dal Friðriks­son í bar­átt­unni. Ljós­mynd/​Alex Nicodim
Ljós­mynd/​Alex Nicodim
Íslenskur stuðningsmaður í stúkunni.
Íslensk­ur stuðnings­maður í stúk­unni. Ljós­mynd/​Alex Nicodim
Stuðningsmenn Svartfjallalands kveikja á blysum.
Stuðnings­menn Svart­fjalla­lands kveikja á blys­um. Ljós­mynd/​Alex Nicodim
Aron Einar Gunnarsson, Hákon Rafn Valdimarsson, Logi Tómasson og Arnór …
Aron Ein­ar Gunn­ars­son, Há­kon Rafn Valdi­mars­son, Logi Tóm­as­son og Arn­ór Ingvi Trausta­son. Ljós­mynd/​Alex Nicodim
Aron Einar Gunnarsson þurfti að fara af velli vegna meiðsla.
Aron Ein­ar Gunn­ars­son þurfti að fara af velli vegna meiðsla. Ljós­mynd/​Alex Nicodim
Byrjunarlið Íslands í dag.
Byrj­un­arlið Íslands í dag. Ljós­mynd/​Alex Nicodim
Aron Einar Gunnarsson fer meiddur af velli.
Aron Ein­ar Gunn­ars­son fer meidd­ur af velli. Ljós­mynd/​Alex Nicodim
Aron Einar Gunnarsson.
Aron Ein­ar Gunn­ars­son. Ljós­mynd/​Alex Nicodim
Aron Einar gengur inn í klefa.
Aron Ein­ar geng­ur inn í klefa. Ljós­mynd/​Alex Nicodim
Andri Lucas Guðjohnsen.
Andri Lucas Guðjohnsen. Ljós­mynd/​Alex Nicodim
Íslenska landsliðið hitar upp fyrir leik kvöldsins.
Íslenska landsliðið hit­ar upp fyr­ir leik kvölds­ins. Ljós­mynd/​Alex Nicodim
Logi Tómasson er í byrjunarliði Íslands í dag.
Logi Tóm­as­son er í byrj­un­arliði Íslands í dag. Ljós­mynd/​Alex Nicodim
Stefán Teitur Þórðarson á fullri ferð í upphitun.
Stefán Teit­ur Þórðar­son á fullri ferð í upp­hit­un. Ljós­mynd/​Alex Nicodim
Brynjólfur Darri Willumsson.
Brynj­ólf­ur Darri Will­umsson. Ljós­mynd/​Alex Nicodim
Allt til reiðu í Niksic í Svartfjallalandi.
Allt til reiðu í Niksic í Svart­fjalla­landi. Ljós­mynd/​Alex Nicodim
Ísland mætir Svartfjallalandi í Þjóðadeild karla í knattspyrnu í dag.
Ísland mæt­ir Svart­fjalla­landi í Þjóðadeild karla í knatt­spyrnu í dag. Ljós­mynd/​Alex Nicodim
Lýs­ing upp­fær­ist sjálf­krafa

All­ar lýs­ing­ar í beinni

Svart­fjalla­land 0:2 Ísland opna loka
Mörk
skorar Orri Steinn Óskarsson (74. mín.)
skorar Ísak Bergmann Jóhannesson (89. mín.)
fær gult spjald Marko Jankovic (58. mín.)
fær gult spjald Risto Radunović (66. mín.)
fær gult spjald Adam Marusic (66. mín.)
fær gult spjald Igor Vujacic (72. mín.)
Spjöld
fær gult spjald Logi Tómasson (43. mín.)
fær gult spjald Orri Steinn Óskarsson (72. mín.)
fær gult spjald Andri Lucas Guðjohnsen (74. mín.)
mín.
90 Leik lokið
Ljómandi gott! Ísland tekur þrjú stig með sér frá Svartfjallalandi.
90 Stefan Mugosa (Svartfjallaland) á skot framhjá
Leggur boltann framhjá úr góðu færi. Ekki í fyrsta skipti í kvöld.
90
Það verða að minnsta kosti fjórar mínútur í uppbótartíma.
90 Mikael Egill Ellertsson (Ísland) á skot framhjá
Færi! Sleppur í gegn en rennir boltanum rétt framhjá fjærstönginni.
89 Willum Þór Willumsson (Ísland) kemur inn á
89 Orri Steinn Óskarsson (Ísland) fer af velli
Orri heldur betur staðið fyrir sínu.
89 MARK! Ísak Bergmann Jóhannesson (Ísland) skorar
0:2 - ÍSLAND ER AÐ KLÁRA ÞETTA! Orri brunar upp hægri kantinn og sendir á Andra sem framlengir á Ísak sem klárar stórglæsilega vinstra megin í teignum. Vá!
87
Arnór Ingvi er í lagi. Ísland ansi nálægt sterkum útisigri.
85
Jankovic með stórhættulega fyrirgjöf og einhvern veginn missa allir af boltanum. Arnór Ingvi fer síðan niður í teignum og fær aðhlynningu. Vonandi er í lagi með hann.
82 Stefan Mugosa (Svartfjallaland) á skalla sem er varinn
Í góðu færi í teignum eftir fyrirgjöf frá hægri en Hákon er mjög vel staðsettur og gerir vel í að verja og halda boltanum.
79 Stefan Mugosa (Svartfjallaland) á skot yfir
Færi! Loncar kemur boltanum á Mugosa sem er í góðu færi í teignum en hann setur boltann yfir. Sannarlega tækifæri fyrir Svartfellinga til að jafna.
77 Vladimir Jovovic (Svartfjallaland) á skot framhjá
Í góðu færi í teignum en hittir boltann mjög illa, sem betur fer.
74 MARK! Orri Steinn Óskarsson (Ísland) skorar
0:1 - ÍSLAND ER KOMIÐ YFIR! Orri leggur boltann glæsilega í netið úr teignum eftir að Mikael skallar boltann áfram á hann. JÁJÁJÁJÁJÁ!
74 Stefan Loncar (Svartfjallaland) kemur inn á
74 Marko Bakic (Svartfjallaland) fer af velli
74 Andri Lucas Guðjohnsen (Ísland) fær gult spjald
Vill aukaspyrnu en fær ekki og lætur dómarann heyra það.
72 Orri Steinn Óskarsson (Ísland) fær gult spjald
Ýtti Vujacic eftir brotið. Ekki alvarlegt en verður að passa sig.
72 Igor Vujacic (Svartfjallaland) fær gult spjald
Tekur Orra hressilega niður.
68 Stefan Mugosa (Svartfjallaland) kemur inn á
68 Driton Camaj (Svartfjallaland) fer af velli
68 Ísak Bergmann Jóhannesson (Ísland) kemur inn á
68 Stefán Teitur Þórðarson (Ísland) fer af velli
Var aðeins of mikið að tapa boltanum í fyrri hálfleik. Öruggari í seinni.
68 Mikael Egill Ellertsson (Ísland) kemur inn á
68 Jón Dagur Þorsteinsson (Ísland) fer af velli
Duglegur en ekki sérlega ógnandi í kvöld.
67 Svartfjallaland fær hornspyrnu
Sókn heimamanna heldur áfram. Að lokum gerir Hákon vel í að grípa boltann eftir hættulega fyrigjöf.
66 Adam Marusic (Svartfjallaland) fær gult spjald
Svartfellingar vilja spjald á Jóhann Berg. Í staðinn fá þeir tvö spjöld fyrir mótmæli.
66 Risto Radunović (Svartfjallaland) fær gult spjald
66 Svartfjallaland fær hornspyrnu
Logi Tómasson tekur enga sénsa og setur boltann aftur fyrir.
65 Igor Vujacic (Svartfjallaland) á skalla yfir
Fyrstur í boltann eftir hornið en skallar vel yfir.
64 Svartfjallaland fær hornspyrnu
Jovovic í hættulegri stöðu í teignum en Guðlaugur gerir vel í að bjarga í horn.
63
Ísland er að spila þennan seinni hálfleik ágætlega og er með fína stjórn á leiknum. Svartfellingar ekki að skapa sér neitt síðustu mínútur.
61 Svartfjallaland fær hornspyrnu
Valgeir skallar aftur fyrir eftir hættulega fyrirgjöf í teiginn.
58 Ísland fær hornspyrnu
Heimamenn verjast þessu en fínn kafli hjá Íslandi núna.
58 Orri Steinn Óskarsson (Ísland) á skot sem er varið
Færi! Jóhann Berg með góða sendingu fram á Orra sem lætur vaða í teignum en markvörðurinn gerir mjög vel í að verja í horn.
58 Marko Jankovic (Svartfjallaland) fær gult spjald
Stöðvar skyndisókn Íslands með harkalegu broti. Rétt á undan voru Svartfellingar í hættulegri sókn en dómarinn var fyrir þeim.
54 Nikola Krstovic (Svartfjallaland) á skot framhjá
Gott færi fyrir heimamenn. Krstovic leggur boltann framhjá úr úrvalsfæri rétt utan teigs eftir sókn upp vinstri kantinn.
51
Mikil stöðubarátta í upphafi seinni hálfleiks og liðin skiptast á að vera með boltann. Þetta er mjög jafnt.
46 Jóhann Berg Guðmundsson (Ísland) á skalla sem fer framhjá
Fyrsta færi seinni hálfleiks er íslenskt. Jóhann með mann í sér og þetta er erfitt.
46 Seinni hálfleikur hafinn
Ísland byrjar með boltann í seinni.
46 Edvin Kuc (Svartfjallaland) kemur inn á
46 Andrija Radulovic (Svartfjallaland) fer af velli
45 Hálfleikur
Markalaust í hálfleik. Ísland fékk sannarlega fín færi en Svartfjallaland sömuleiðis. Orri Steinn fékk besta færi Íslands. Svartfjallaland kom boltanum í markið en það var dæmt af vegna rangstöðu.
45 Jóhann Berg Guðmundsson (Ísland) á skot framhjá
Kemst inn í teiginn en færið er erfitt og boltinn rétt framhjá fjærstönginni. Fín tilraun.
45
Það verða að minnsta kosti þrjár mínútur í uppbótartíma í fyrri hálfleik.
43 Logi Tómasson (Ísland) fær gult spjald
Straujar Jankovic á miðjunni. Logi óheppinn þarna því hann rann í grasinu. Kominn í bann og verður ekki með gegn Wales.
40
Stefán Teitur reynir langt innkast en það er frekar stutt og auðvelt fyrir Svartfellinga að verjast. Ísland er búið að standa af sér mjög erfiðan kafla og leikurinn er jafn núna.
37 Adam Marusic (Svartfjallaland) á skot framhjá
Rosalegt skot í fyrsta á lofti utan teigs en boltinn í hliðarnetið. Það voru ansi margir á vellinum sem héldu að þessi væri á leiðinni inn.
34 Arnór Ingvi Traustason (Ísland) á skot framhjá
Hársbreidd! Orri með sendingu út á Arnór Ingva sem á gott skot rétt utan teigs en boltinn hárfínt framhjá fjærstönginni.
34
Heimamenn sækja á mjög mörgum mönnum. Það ættu að gefast tækifæri hjá Íslandi til að sæka hratt.
32
Aðeins betra hjá Íslandi núna. Jóhann Berg með langa sendingu fram en Andri Lucas nær ekki stjórn á boltanum.
29 Marko Bakic (Svartfjallaland) á skot yfir
Áfram mikill kraftur í heimamönnum. Þetta skot af löngu færi og vel yfir. Þetta hefur verið erfitt hjá íslenska liðinu eftir að Aron fór af velli.
28 Nikola Krstovic (Svartfjallaland) á skot yfir
Af 25 metra færi. Boltinn um það bil 25 metra yfir markið. Kraftur í heimamönnum núna.
26
Það er mikill reykur fyrir ofan völlinn núna. Stuðningsmenn heimamenna fóru að kveikja á blysum og flugeldum eftir markið, sem síðan stóð ekki. Hákon átti ekki skilið að fá mark á sig þarna heldur. Þvílíkar vörslur.
23 Marko Bakic (Svartfjallaland) VAR
Hákon ver stórkostlega í tvígang en Bakic fylgir á eftir og nær einhvern veginn að pota boltanum inn. Hann fagnar í það minnsta mest. Það var mikill pakki þarna.

Uppfært: Rangstaða og ekkert mark!

23 Svartfjallaland fær hornspyrnu
Sókn heimamanna heldur áfram.
23
Aftur hætta við mark Íslands eftir hornið. Nú bjargar Guðlaugur Victor nánast á línu.
22 Svartfjallaland fær hornspyrnu
Heimamenn ná í horn eftir sókn upp vinstri kantinn.
22
Jóhann Berg er kominn með fyrirliðabandið eftir að Aron fór af velli. Jóhann hefur verið fyrirliði í fjarveru Arons.
20 Guðlaugur Victor Pálsson (Ísland) kemur inn á
Reynslubolti fyrir reynslubolta.
20 Aron Einar Gunnarsson (Ísland) fer af velli
Ömurlegt fyrir Aron sem var að leika sinn fyrsta landsleik í heilt ár. Virðist hafa fengið í lærið.
17
Slæmar fréttir fyrir íslenska liðið. Aron Einar liggur eftir og þetta lítur ekki vel út. Það var enginn nálægt Aroni þegar hann fór í grasið. Hann fær nú aðhlynningu.
16
Það stefnir í hörkuleik hérna í Niksic. Liðin skiptast á að eiga fína kafla og komast í hættulegar stöður. Ísland fékk besta færið þegar Orri komst í gegn.
14
Driton Camaj kemst í hættulega stöðu vinstra megin en Valgeir verst mjög vel og kemst fyrir þegar hann reynir skotið.
11 Orri Steinn Óskarsson (Ísland) á skot framhjá
Úrvalsfæri! Ísland hársbreidd frá því að skora fyrsta markið. Jón Dagur sleppur upp vinstra megin og sendir á Orra sem er einn gegn markverðinum en setur boltann rétt framhjá nærstönginni. Orri hefur oft skorað úr svona færum.
9 Jóhann Berg Guðmundsson (Ísland) á skot yfir
Slök spyrna hjá Jóhanni og boltinn vel yfir. Illa farið með fínt tækifæri.
8
Brotið á Aroni Einari rétt utan teigs eftir hornið og Ísland fær aukaspyrnu á hættulegum stað.
7 Ísland fær hornspyrnu
Jón Dagur með sendingu í varnarmann og aftur fyrir. Fyrsta horn Íslands. Rétt á undan var Orri í fínni stöðu í teignum en hitti ekki boltann.
5
Jóhann með sprett og svo skot af 20 metra færi en boltinn í varnarmann. Stuðningsmenn Svartfjallaland baula hátt og vel þegar Ísland heldur boltanum örlítið.
4 Vladimir Jovovic (Svartfjallaland) á skot sem er varið
Hætta við mark Íslands. Orri fyrstur í boltann eftir hornið en skallar beint á Jovovic sem lætur vaða utan teigs. Skotið er býsna gott en Hákon er vel staðsettur og gerir vel í að verja.
3 Svartfjallaland fær hornspyrnu
Heimamenn fá fyrsta hornið. Aron missir boltann klaufalega og það endar í horni. Stuðningsmenn heimamanna láta mjög vel í sér heyra.
3
Liðin skiptast á að vera með boltann í upphafi leiks og engin færi enn þá.
1
Jóhann Berg Guðmundsson byrjar á hægri kantinum í dag. Það er svolítið síðan hann spilaði síðast á kantinum með landsliðinu. Arnór Ingvi og Stefán Teitur á miðri miðjunni.
1 Leikur hafinn
Heimamenn byrja með boltann. Koma svo!
0
Þjóðsöngvarnir búnir og næst er það leikurinn. Ísland leikur í hvítum útitreyjum. Svartfjallaland spilar í rauðu.
0
Liðin ganga nú út á völl. Mikil læti í stuðningsmönnum Svartfjallalands, þótt þeir séu ekki sérlega margir. Við fáum þjóðsöngvana og svo er það leikurinn sjálfur.
0
Sven Jablonski, bankastarfsmaður frá Þýskalandi, dæmir leikinn í kvöld. Hann hefur verið að dæma í efstu deild Þýskalands.
0
Svartfellski vallarþulurinn spreytir sig nú á byrjunarliði íslenska liðsins og stendur sig svona ljómandi vel. Skemmtilegur framburður. Einn áberandi íslenskur stuðningsmaður öskrar með.
0
Flóðljósin lýsa upp myrkrið hér í Niksic. Það er skemmtileg stemning í loftinu og fullt tungl. Það er hins vegar íslenskt veður, skítkalt og grasvöllurinn frekar slitinn og brúnn.
0
Liðin eru nú komin út á völl og stúkurnar eru hægt og rólega að fyllast. Þetta er eins og á Laugardalsvelli, stúkur meðfram vellinum en ekki fyrir aftan mörkin.
0
Leikir Svartfjallalands í keppninni til þessa:

Ísland 2:0 Svartfjallaland

Svartfjallaland 1:2 Wales

Tyrkland 1:0 Svartfjallaland

Wales 1:0 Svartfjallaland.

0
Alls eru þrjár breytingar á liði Íslands frá tapinu fyrir Tyrklandi á heimavelli. Aron Einar Gunnarsson, Stefán Teitur Þórðarson og Jón Dagur Þorsteinsson koma inn. Daníel Leó Grétarsson, Mikael Anderson og Mikael Egill Ellertsson detta úr byrjunarliðinu en þeir Daníel og Mikael Anderson eru ekki með í þessum landsleikjum vegna meiðsla.
0
Leikir Íslands í riðlinum til þessa:

Ísland 2:0 Svartfjallaland

Tyrkland 3:1 Ísland

Ísland 2:2 Wales

Ísland 2:4 Tyrkland.

0
Búist er við um 4.000 áhorfendum á völlinn, en hann tekur um 5.000 manns í sæti. Örfáir Íslendingar verða í stúkunni.
0
Ísland og Svartfjallaland hafa mæst tvisvar áður. Svartfjallaland vann vináttuleik liðanna í Podgorica, 2:1, árið 2012. Liðin mættust svo í fyrri leik sínum í þessum riðli fyrir rúmum tveimur mánuðum og þá vann Ísland 2:0-sigur. Orri Steinn Óskarsson og Jón Dagur Þorsteinsson skoruðu mörkin.
0
Robert Prosinecki landsliðsþjálfari Svartfjallalands greindi frá byrjunarliði sínu gegn Íslandi í gær. Aðeins fjórir úr byrjunarliðinu á Laugardalsvelli í september byrja leikinn í dag. Sóknarmaðurinn Stevan Jovetic, skærasta stjarna Svartfjallalands, er í leikbanni og verður ekki með.
0
Leikurinn átti að fara fram í Podgorica en völlurinn var ekki í nógu góðu standi að mati eftirlitsmanna evrópska knattspyrnusambandsins og var leikurinn því færður
0
Ísland verður að vinna í dag og treysta á að Wales tapi stigum á útivelli gegn Tyrklandi til að eiga möguleika á öðru sæti og að fara í umspil um sæti í A-deildinni.
0
Góðan dag og verið velkomin með mbl.is til Niksic þar sem Ísland leikur við Svartfjallaland í Þjóðadeild karla í fótbolta.
Sjá meira
Sjá allt

Svartfjallaland: (4-5-1) Mark: Igor Nikić. Vörn: Adam Marusic, Igor Vujacic, Nikola Sipcic. Miðja: Andrija Radulovic (Edvin Kuc 46), Marko Jankovic, Vladimir Jovovic, Marko Bakic (Stefan Loncar 74), Driton Camaj (Stefan Mugosa 68). Sókn: Nikola Krstovic.
Varamenn: Milan Mijatovic (M), Balsa Popovic (M), Risto Radunović, Marko Vukcevic, Marko Tuci, Stefan Mugosa, Edvin Kuc, Milan Vukotic, Milos Brnovic, Ognjen Gasevic, Stefan Loncar.

Ísland: (4-4-2) Mark: Hákon Rafn Valdimarsson. Vörn: Valgeir Lunddal Friðriksson, Sverrir Ingi Ingason, Aron Einar Gunnarsson (Guðlaugur Victor Pálsson 20), Logi Tómasson. Miðja: Jóhann Berg Guðmundsson, Arnór Ingvi Traustason, Stefán Teitur Þórðarson (Ísak Bergmann Jóhannesson 68), Jón Dagur Þorsteinsson (Mikael Egill Ellertsson 68). Sókn: Andri Lucas Guðjohnsen, Orri Steinn Óskarsson (Willum Þór Willumsson 89).
Varamenn: Elías Rafn Ólafsson (M), Lúkas Petersson (M), Alfons Sampsted, Guðlaugur Victor Pálsson, Brynjólfur Willumsson, Ísak Bergmann Jóhannesson, Dagur Dan Þórhallsson, Willum Þór Willumsson, Sævar Atli Magnússon, Júlíus Magnússon, Andri Fannar Baldursson, Mikael Egill Ellertsson.

Skot: Svartfjallaland 10 (2) - Ísland 9 (3)
Horn: Svartfjallaland 7 - Ísland 2.

Lýsandi: Jóhann Ingi Hafþórsson
Völlur: City Stadium Niksic
Áhorfendafjöldi: 2.354 - örfáir Íslendingar

Leikur hefst
16. nóv. 2024 17:00

Aðstæður:
Logn og hiti rétt yfir frostmark. Völlurinn frekar slitinn og brúnn.

Dómari: Sven Jablonski, Þýskalandi
Aðstoðardómarar: Lasse Koslowski og Euard Beitinger, Þýskalandi

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert