Marco Van Basten valdi Dirk Kuyt

Dirk Kuyt.
Dirk Kuyt. Reuters

Marco Van Basten landsliðsþjálfari Hollands hefur valið 30 manna æfingahóp sem valið verður úr fyrir Evrópumeistaramótið sem fram fer í Austurríki og Sviss í sumar. Það kom fátt á óvart hjá þjálfaranum en hann mun velja 23 manna hóp sem fer á EM þann 28. maí.

Dirk Kuyt, leikmaður Liverpool, er á ný í hópnum en hann var ekki valinn í vináttulandsleik gegn Austurríki í s.l. mánuði. Fyrsti leikur Hollendinga á EM verður gegn heimsmeistaraliði Ítalíu þann 9. júní en Frakkar og Rúmenar eru með þessum liðum í riðli.

Hópurinn er þannig skipaður:

Markverðir, Sander Boschker (Twente), Edwin van der Sar (Manchester United), Maarten Stekelenburg (Ajax), Henk Timmer (Feyenoord).

Aðrir leikmenn: Wilfred Bouma (Aston Villa), Tim de Cler (Feyenoord), Urby Emanuelson (Ajax), John Heitinga (Ajax), Kew Jaliens (AZ Alkmaar), Joris Mathijsen (Hamborg), Mario Melchiot (Wigan), Andre Ooijer (Blackburn), Ibrahim Afellay (PSV), Giovanni van Bronckhorst (Feyenoord), Orlando Engelaar (Twente), Nigel de Jong (Hamborg), Denny Landzaat (Feyenoord), Hedwiges Maduro (Valencia), Clarence Seedorf (AC Milan), Wesley Sneijder (Real Madrid), Rafael van der Vaart (Hamborg), Demy de Zeeuw (AZ Alkmaar), Ryan Babel (Liverpool), Klaas-Jan Huntelaar (Ajax), Danny Koevermans (PSV), Dirk Kuyt (Liverpool), Ruud van Nistelrooy (Real Madrid), Robin van Persie (Arsenal), Arjen Robben (Real Madrid), Jan Vennegoor of Hesselink (Celtic).


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert