Heimsmeistarar Ítala tefla fram elsta liðinu í úrslitkeppni Evrópumóts landsliða í knattspyrnu sem hefst í Sviss og Austurríki þann 7. júní en Rússar mæta til leiks með yngsta liðið.
Meðalaldur ítalska liðsins, sem leikur undir stjórn Roberto Donadoni, er 29,57 ár en skammt á hæla þeirra koma Svíar en meðaldur í sænska liðinu er 29,35 ár.
Meðaldur Ítala og Svía er næstum því þremur árum meiri en hjá Rússum en strákarnir hans Guus Hiddink í rússneska landsliðinu eru 26,26 ára að aldri að meðaltali. Svisslendingar eru með næst yngsta liðið, 26,39 en meðaldur leikmannanna 368 sem koma frá 16 þjóðum er 27,60 ár.
Svisslendingurinn Eren Derdiyok, framherji Basel, er yngsti leikmaðurinn sem keppir á EM en hann heldur upp á 20 ára afmælisdag sinn þann 12. janúar, daginn eftir að Svisslendingar leika á móti Tyrkjum.
Austurríkismaðurinn Ivica Vastic verður elsti leikmaðurinn er hann er 38 ára gamall og sá næst elsti er þýski markvörðurinn Jens Lehman sem einnig er 38 ára en hefur lifað 42 dögum skemur en Vastic.
.