Þýsk yfirvöld hafa ákveðið að heimila fólki að hafa hátt eftir klukkan tíu á kvöldin á meðan EM í fótbolta er í sumar, en venjan er sú þar í landi að bannað sé að vera með hávaða svo seint að kveldi.
Svona undanþága var einnig veitt árið 2006 þegar HM var haldið í Þýskalandi. Búist er við að mikill fjöldi Þjóðverja fylgist með leikjunum á EM á risaskjám víða í borgum og má fólkið fagna og hveja sína menn án þess að eiga á hættu að vera sektað.