Donadoni skrifaði undir

Roberto Donadoni landsliðsþjálfari Ítala.
Roberto Donadoni landsliðsþjálfari Ítala. Reuters

Roberto Donando landsliðsþjálfari Ítala í knattspyrnu skrifaði loks undir samning við ítalska knattspyrnusambandið og er hann nú samningsbundinn því fram yfir heimsmeistaramótið 2010.

Fyrri samningur Donadoni gilti fram yfir úrslitakeppni Evrópumótsins sem hefst í Sviss og Austurríki um helgina. Hann tók við þjálfun landsliðsins eftir úrslitakeppni HM í Þýskalandi fyrir tveimur árum en Ítalir urðu þar heimsmeistarar undir stjórn Marcelo Lippi.
   

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert