Portúgal lagði Tyrki í síðari leik A-riðils á EM 2008 í knattspyrnu í Genf í Sviss í kvöld með tveimur mörkum gegn engu. Portúgal var mun betri aðilinn í leiknum og sóttu leikmenn liðsins án afláts.
Fyrsta mark leiksins kom þó reyndar ekki fyrr en á 61. mínútu, þegar varnarmaðurinn Pepe skoraði eftir fallegt þríhyrningsspil. Síðara markið kom svo á 90. mínútu, en þar var að verki varamaðurinn Raúl Meireles.
Hægt var að fylgjast með gangi mála hér á mbl.is.