Króatar lögðu Austurríkismenn

Markaskorari Króata, Luka Modric í baráttu við Rene Aufhauser í …
Markaskorari Króata, Luka Modric í baráttu við Rene Aufhauser í leiknum í dag. Reuters

Króatar mörðu Austurríkismenn í fyrri leik dagsins á EM 2008 í knattspyrnu í dag, 1:0. Leikurinn fór fram á Ernst Happel leikvanginum í Vínarborg og kom eina mark leiksins strax á fjórðu mínútu úr vítaspyrnu. Var þar að verki Luka Modric, en vítaspyrnan var dæmd eftir að Rene Aufhauser braut á Ivica Olic innan vítateigsins.

Austurríkismenn sem taldir eru með slakasta liðið á mótinu, gáfu ekkert eftir er leið á leikinn og má eiginlega segja að Króatar hafi verið stálheppnir að sleppa frá leiknum með þrjú stig. 

Hægt var að fylgjast með beinni textalýsingu hér á mbl.is.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert