Cruyff gagnrýnir Van Basten

Marco Van Basten, landsliðsþjálfari Hollands.
Marco Van Basten, landsliðsþjálfari Hollands. Reuters

Johan Cruyff, fyrrum landsliðsstjarna hollenska landsliðsins í knattspyrnu, segist ekki kunna að meta leikstíl landa sinna undir stjórn Marco Van Basten, en Holland mætir í kvöld heimsmeisturum Ítala í stórleik fyrstu umferðar Evrópumótsins í ár.

Hollendingar hafa löngum verið þekktir fyrir að spila skemmtilegan og sóknarmiðaðan fótbolta en Cruyff er ekki viss um að slíkt verði upp á teningnum að þessu sinni.

„Við erum með gott lið. Leikaðferðin sem það notar er hins vegar ekki alveg að mínu skapi. Bakverðirnir eru ekki nægilega hugmyndaríkir í sínum leik og leggja ekki nógu mikið af mörkum þegar við erum með boltann,“ sagði Cruyff í samtali við hollenska dagblaðið De Telegraaf.

Fjarvera þeirra Ryan Babel, Arjen Robben og hugsanlega Robin Van Persie veldur Cruyff einnig áhyggjum. „Þetta gerir liðinu alla vega ekki auðveldara fyrir. Þessir leikmenn spila djúpt og skapa mikið pláss. Við eigum eftir að sakna þeirra.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert