Holland tók Ítalíu í karphúsið

Hollendingar fagna eftir að Ruud van Nistelrooy, annar frá vinstri, …
Hollendingar fagna eftir að Ruud van Nistelrooy, annar frá vinstri, kom þeim yfir. Reuters

Hollendingar tóku heimsmeistarana frá Ítalíu í karphúsið nú rétt í þessu, í C-riðli Evrópumótsins í knattspyrnu, en leikurinn fór fram í Bern í Sviss. Leikurinn endaði 3:0.

Holland var mikið betra í leiknum og var 2:0 yfir í hálfleik, Ruud van Niestelrooy skoraði á 27. mínútu og Wesley Sneidjer á 32. mínútu. Það var síðan Giovanni van Bronkhurst sem rak smiðshöggið, þegar hann skoraði þriðja mark leiksins með skalla á 79. mínútu, eftir sendingu frá Dirk Kuyt, en Kuyt átti tvær stoðsendingar í leiknum.

Holland er nú efst í C-riðli með þrjú stig, en Frakkar og Rúmenar hafa eitt stig hvort. Ítalir reka svo lestina, án stiga. 

Fylgst var með gangi mála í textalýsingu hér á mbl.is, smellið hér.

Þessi stuðningsmaður Hollendinga hvetur sína menn af krafti í Bern.
Þessi stuðningsmaður Hollendinga hvetur sína menn af krafti í Bern. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert