UEFA: Mark Nistelrooy löglegt

Nistelrooy og félagar fagna markinu umdeilda.
Nistelrooy og félagar fagna markinu umdeilda. Reuters

Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, hefur staðfest að fyrsta mark Hollendinga gegn Ítölum í leik liðanna á EM í gærkvöld sé löglegt. Markið skoraði Ruud van Nistelrooy en svo virtist sem hann væri rangstæður. Sú var ekki raunin því Christian Panucci varnarmaður Ítala, sem lá utan vallar við hlið ítalska marksins, gerði Nistelrooy réttstæðan.

Hvorki Hollendingar né Ítalir virtust vita hvort markið væri löglegt þegar það var skorað en eftir nokkurt hik fögnuðu þeir appelsínugulu vel. Ítalir mótmæltu hins vegar og Luca Toni benti dómara leiksins á endursýningu á markinu, sem sýnd var á breiðtjaldi á leikvanginum, en fékk einungis gult spjald að launum.

„Markið var löglegt. Það vita ekki margir af þessari túlkun laganna, jafnvel ekki leikmennirnir sjálfir. Aðstæður sem þessar eru ekki teknar sérstaklega fyrir í lögunum en dómarar um allan heim túlka lögin með þeim hætti sem gert var í gær,“ sagði David Taylor, talsmaður UEFA.

„Þó að ítalski varnarmaðurinn hafi verið utan vallar eftir fyrri fyrirgjöfina er hann samt sem áður enn hluti af leiknum og tekinn sem annar af tveimur öftustu leikmönnum liðsins,“ bætti Taylor við.

Myndband af markinu. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert