Portúgalar hafa fullt hús stiga að loknum tveimur leikjum í A-riðli EM í knattspyrnu eftir að hafa lagt lið Tékklands að velli 3:1.
Deco kom Portúgal yfir á áttundu mínútu, en Tékkar jöfnuðu fyrir hlé, þegar Libor Sionko skoraði með fínu skallamarki fyrir Tékka á 17. mínútu. Það við sat þegar flautað var til leikhlés. Cristiano Ronaldo kom Portúgölum svo aftur yfir þegar hann skoraði með fínu skoti eftir sendingu Deco.
Þeir portúgölsku innsigluðu svo sigur sinn, þegar þeir áttu hratt skyndiupphlaup þar sem Ronaldo komst nálægt Peter Cech, markverði Tékka og sendi boltann þá á Ricardo Quaresma sem renndi boltanum í markið.
Fylgst var með gangi mála í beinni textalýsingu hér á mbl.is. Smellið hér.