Tyrkir með sigurmark á síðustu mínútu

Semih Senturk, til vinstri, fagnar jöfnunarmarki sínu fyrir Tyrki ásamt …
Semih Senturk, til vinstri, fagnar jöfnunarmarki sínu fyrir Tyrki ásamt Hakan Balta. Reuters

 Tyrkland sigraði Sviss, 2:1, í síðari leik dagsins í A-riðlinum á Evrópumótinu í knattspyrnu í Basel í Sviss í dag og skoruðu sigurmarkið í uppbótartíma.

Hakan Yakin kom Svisslendingum yfir á 32. mínútu en varamaðurinn Semih Sentürk jafnaði fyrir Tyrki á 57. mínútu. Það var svo á þriðju mínútu í uppbótartíma sem Arda Turan skoraði sigurmark Tyrkja, 2:1.

Fylgst var með gangi mála í beinni textalýsingu hér á mbl.is. Smellið hér. 

Hakan Yakin kom Sviss yfir og hér fagnar Valon Behrami …
Hakan Yakin kom Sviss yfir og hér fagnar Valon Behrami honum. Reuters
Svissneskur stuðningsmaður í Basel í dag.
Svissneskur stuðningsmaður í Basel í dag. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert