Van Persie: Holland leikur eins og Arsenal

Van Persie kom inn á fyrir Ruud van Nistelrooy í …
Van Persie kom inn á fyrir Ruud van Nistelrooy í leiknum við Ítali. Reuters

Robin van Persie, framherji Arsenal og hollenska landsliðsins, segir leikstíl Hollands í leiknum við Ítalíu á mánudag hafa minnt sig á leikstíl Arsenal. „Svona vill Arsene Wenger að við spilum knattspyrnu,“ sagði van Persie.

„Arsenal líkist Hollandi á svo marga vegu. Heimurinn vill sjá fótbolta eins og við spilum og það væri stórkostlegt ef Hollandi tækist að vinna Evrópumótið með svona spilamennsku. Sendingar og hreyfingar leikmanna voru óaðfinnanlegar,“  bætti van Persie við.

Hann vonast til að Holland hafi meira upp úr krafsinu en Arsenal hafði á síðustu leiktíð. „Við [Arsenal] misstum dampinn eftir tapið gegn Birmingham. Það var vendipunktur fyrir okkur og Holland verður að passa að lenda ekki í slíku. Ef árangur væri mældur í sjálfstrausti þá ættum við góða möguleika á að bera sigur úr býtum í þessu móti. Ég held það yrði frábært fyrir fótboltann ef það tækist.“ 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert