Króatía vann Þýskaland, 2:1

Ivica Olic fagnar marki sínu í leik Króata og Þjóðverja.
Ivica Olic fagnar marki sínu í leik Króata og Þjóðverja. Reuters

Króatar eru efstir í B-riðlinum á EM í knattspyrnu eftir að hafa lagt Þjóðverja sannfærandi, 2:1, að velli í Klagenfurt í Austurríki í dag. Darijo Srna skoraði fyrra mark Króata í fyrri hálfleik og Ivica Olic bætti við marki um miðjan síðari hálfleik. Lukas Podolski skoraði á 79. mínútu fyrir Þjóðverja en það dugði ekki til. Bastian Schweinsteiger, varamaður í liði Þjóðverja, fékk rautt spjald undir lok leiksins. Króatar hafa unnið báða leikina í B-riðli en Þjóðverjar eru með einn sigur gegn Pólverjum.

Darijo Srna kom Króötum yfir með marki eftir fína sókn á 24. mínútu. Þeir áttu svo ótal hættuleg færi áður en flautað var til leikhlés, og Þjóðverjar máttu prísa sig sæla að hafa aðeins fengið eitt mark á sig í fyrri hálfleik. Ivica Olic bætti svo við öðru marki Króata á 62. mínútu

Með tilkomu Bastians Schweinsteigers í lið Þýskalands í seinni hálfleik fóru þeir þýsku að leika betur og uppskáru mark á 79. mínútu þegar Lukas Podolski skoraði. Það dugði þó ekki til og Króatar fóru með sigur af hólmi, 2:1. Bastian Schweinsteiger fékk að líta rauða spjaldið í uppbótartíma.

Klukkan 18:45 mætast svo Pólverjar heimamönnum í Austurríki í leik sem fer fram í Vínarborg. 

Hægt var að fylgjast með beinni textalýsingu hér á mbl.is. Smellið  hér

Darijo Srna kemur Króötum yfir í fyrri hálfleik.
Darijo Srna kemur Króötum yfir í fyrri hálfleik. Reuters
Þýskir stuðningsmenn í Austurríki í dag.
Þýskir stuðningsmenn í Austurríki í dag. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka