Holland vann Frakkland, 4:1

Hollendingar fagna þriðja marki sínu í kvöld, sem Arjen Robben …
Hollendingar fagna þriðja marki sínu í kvöld, sem Arjen Robben skoraði. Reuters

Hollendingar eru komnir í 8-liða úrslit á Evrópumótinu í knattspyrnu eftir að hafa lagt Frakkland að velli 4:1. Dirk Kuyt kom Hollandi yfir á 9. mínútu og var staðan 1:0 í hálfleik.

Robin van Persie kom Hollendingum í 2:0 á 59. mínútu eftir fallega sókn. Thierry Henry minnkaði svo muninn þegar hann gerði ágætt mark fyrir Frakka á 71. mínútu, en Hollendingar voru fljótir að svara, því Arjen Robben gerði þriðja mark þeirra appelsínugulu strax á 72. mínútu.

Wesley Sneijder gerði svo frábært mark á 90. mínútu, rétt áður en leikurinn var flautaður af. Frábær 4:1 sigur Hollands.

Holland er sem fyrr segir komið upp úr riðlinum, en Rúmenía, Ítalía og Frakkland berjast um það að vera hitt liðið sem fer áfram úr riðlinum. Ítalir og Frakkar mætast í 3. umferð C-riðils, en Hollendingar mæta Rúmenum. 

Fylgst var með gangi mála í beinni textalýsingu hér á mbl.is. Smellið hér

Dirk Kuyt kemur Hollandi yfir í fyrri hálfleik.
Dirk Kuyt kemur Hollandi yfir í fyrri hálfleik. Reuters
Franskur stuðningsmaður í Bern fyrir leik Frakka og Hollendinga.
Franskur stuðningsmaður í Bern fyrir leik Frakka og Hollendinga. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert