Ítalir og Rúmenar gerðu jafntefli, 1:1

Ítalski markvörðurinn Gianluigi Buffon ver vítaspyrnu Adrian Mutu í leiknum.
Ítalski markvörðurinn Gianluigi Buffon ver vítaspyrnu Adrian Mutu í leiknum. Reuters

Ítalía og Rúmenía skildu jöfn í leik sínum á EM í knattspyrnu í dag. Leiknum lauk 1:1. Adrian Mutu kom Rúmenum yfir með fallegu marki á 55. mínútu, en Ítalir voru búnir að jafna aðeins tveimur mínútum síðar, þegar varnarmaðurinn Christian Panucci skoraði.

Mörkin í leiknum urðu ekki fleiri, en Rúmenar fengu þó gullið tækifæri til að gera út um leikinn þegar þeir fengu vítaspyrnu á 80. mínútu. Adrian Mutu fór á punktinn, en Gianluigi Buffon varði spyrnuna meistaralega frá honum.

Ítalir hafa þá 1 stig fyrir síðasta leik sinn í riðlinum, en Rúmenar 2 stig. Klukkan 18:45 mætast svo Frakkar og Hollendingar í síðari leik 2. umferðar C-riðils. 

Hægt var að fylgjast með leiknum í beinni textalýsingu hér.


Alessandro Del Piero er fyrirliði Ítala í dag.
Alessandro Del Piero er fyrirliði Ítala í dag. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert