David Villa tryggði Spánverjum 2:1-sigur gegn Svíum á Evrópumótinu í knattspyrnu í dag með marki á síðustu mínútu leiksins. Þar með eru Spánverjar komnir áfram í 8-liða úrslit keppninnar eftir tvo sigurleiki í röð, gegn Rússum og Svíum. Sænska liðið á eftir að mæta Rússum og með sigri í þeim leik gætu Svíar tryggt sér sæti í 8-liða úrslitum.
Rússar og Evrópumeistarar Grikkja leika á eftir í D-riðlinum og hefst leikurinn kl. 18:45. Fernando Torres skoraði fyrir Spán strax á 15. mínútu en Zlatan Ibrahimovic jafnaði fyrir Svía á 34. mínútu.
Fylgst var með gangi mála á mbl.is.
Svíar sigruðu Evrópumeistaralið Grikkja í fyrstu umferð og Spánverjar höfðu betur gegn Rússum, 4:1.
Byrjunarlið Svía: Andreas Isaksson, Mikael Nilsson, Olof Mellberg, Petter Hansson, Fredrik Stoor, Anders Svensson, Fredrik Ljungberg, Johan Elmander, Daniel Andersson, Zlatan Ibrahimovic, Henrik Larsson.
Byrjunarlið Spánar: Iker Casillas, Carlos Marchena, Carlos Puyol, Joan Capdevila, Sergio Ramos, Andrés Iniesta, Xavi Hernandez, Marcos Senna, David Jiménez Silva, David Villa, Fernando Torres.