Ítalir ósáttir

Luca Toni að skora markið sem dæmt var af.
Luca Toni að skora markið sem dæmt var af. Reuters

Giancarlo Abete, formaður ítalska knattspyrnusambandsins vill fá skýringar frá UEFA, evrópska knattspyrnusambandinu af hverju mark Luca Toni var dæmt af í gær. Markið skoraði Toni fyrir Ítali gegn Rúmenum á EM, en dómari leiksins dæmdi markið ekki gilt, þar sem hann taldi að um rangstöðu væri að ræða. Í endursýningum sést greinilega að sá dómur var rangur.

„Ég vil bara fá að heyra það frá UEFA að dómari leiksins og aðstoðarmenn hans hafi gert mistök. Markið átti að standa. Þá er ég einnig ósáttur með vítaspyrnuna sem Rúmenar fengu í leiknum,“ sagði Abete.

Ítalir verða að vinna Frakka í 3. umferð C-riðils og vonast til þess að Rúmenar nái ekki að leggja Hollendinga að velli, ætli Ítalir sér að komast áfram í keppninni. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert