Landsliðseinvaldur Frakka, Raymond Domenech, sagðist stoltur af leikmönnum sínum eftir 2:0 tapleik gegn Ítölum en þar með eru Frakkar úr leik á Evrópumótinu.
Franskir miðlar greina frá því að staða hans sé afar veik eftir vægast sagt dapra frammistöðu franska liðsins sem þótti meðal líklegustu liða til að ná langt að mati spekinga fyrir keppnina.
Er ljóst að tími er kominn til að endurnýja liðið frá grunni en Frakkar enduðu í neðsta sæti síns riðils með eitt stig úr þremur leikjum og fimm mörk í mínus. Hvort endurnýjunin nær einnig yfir Domenech verður tíminn að leiða í ljós.