Pirlo sér ekki eftir neinu

Andrea Pirlo fagnar marki sínu í gær gegn Frökkum.
Andrea Pirlo fagnar marki sínu í gær gegn Frökkum. Reuters

Ítalski miðjumaðurinn Andrea Pirlo segir ekkert annað hafi komið til greina en að brjóta á Karim Benzema í leik Ítalíu og Frakklands í gær eftir um hálftíma leik. Fyrir brotið fékk Pirlo gult spjald, hans annað á mótinu og verður því í leikbanni í 8-liða úrslitunum gegn Spáni.

„Ég vissi að ég yrði að tækla Benzema þar sem hröð skyndisókn var í uppbyggingu hjá Frökkum og hana varð að stoppa. Simone Perotta var utan vallar vegna meiðsla á þessum tímapunkti, þannig ég sá ekkert annað í stöðunni en fara í tæklingu. Ég er mjög ánægður með úrslit leiksins og með markið mitt. Ég sé ekki eftir neinu. Það eru fleiri leikmenn í liðinu sem geta spilað mína stöðu og einhver góður leikmaður kemur inn í liðið í minni fjarveru í næsta leik.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert