Tyrkir unnu í dramatískum leik

Tyrkland vann í kvöld Króatíu eftir framlengdan leik og vítaspyrnukeppni í 8-liða úrslitum Evrópumótsins í knattspyrnu. Markalaust var eftir venjulegan leiktíma en örfáum mínútum fyrir leikslok komust Króatar yfir. Tyrkir náðu hins vegar með ótrúlegum hætti að jafna og unnu svo örugglega í vítaspyrnukeppninni.

Tyrkir héldu þar með uppteknum hætti frá því í leiknum við Tékkland í riðlakeppninni þar sem þeir skoruðu einnig á lokaandartökum leiksins og tryggðu sér þá sigur.

Ivan Klasnic kom Króötum yfir á 119. mínútu, eða um tveimur mínútum fyrir leikslok, en það var Semih Sentürk sem jafnaði fyrir Tyrki með frábæru skoti rétt áður en framlengingunni lauk.

Í vítaspyrnukeppninni skaut Luka Modric framhjá úr fyrstu spyrnu Króata, og slíkt hið sama gerði Ivan Rakitic í þriðju spyrnu. Gamla brýnið Rüstü Recber gerði sér svo lítið fyrir og varði spyrnu Mladen Petric og tryggði þar með Tyrkjum sigur því þeir skoruðu úr öllum þremur spyrnum sínum.

Textalýsingu frá leiknum má nálgast með því að smella hér

Lið Tyrkja:  Rüstü Recber, Gokhan Zan, Emre Asik, Hakan Kadir Balta, Mehmet Topal, Sabri Sarioglu, Kazim, Arda, Hamit Altintop, Tuncay Sanli, Nihat.

Lið Króata: Stipe Pletikosa, Josip Simunic, Robert Kovac, Vedran Corluka, Darijo Srna, Ivan Rakitic, Danijel Pranjic, Niko Kovac, Luka Modric, Niko Kranjcar, Ivica Olic.

Semih Senturk skoraði dramatískt jöfnunarmark.
Semih Senturk skoraði dramatískt jöfnunarmark. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert