Rússar í undanúrslit eftir sigur á Hollandi

Rússar fagna eftir að Dmitri Torbinski kom þeim yfir í …
Rússar fagna eftir að Dmitri Torbinski kom þeim yfir í framlengingunni. Reuters

Rússar tryggðu sér í kvöld sæti í undanúrslitum Evrópukeppninnar í knattspyrnu þegar þeir sigruðu Hollendinga, 3:1, í framlengdum leik í átta liða úrslitunum. Þeir mæta Spáni eða Ítalíu sem eigast við á morgun.

Beina textalýsingu má nálgast með því að smella hér.

Roman Pavlyuchenko kom Rússum yfir á 56. mínútu en Ruud van Nistelrooy náði að jafna fyrir Hollendinga þegar fjórar mínútur voru til leiksloka. Í framlenginunni tóku Rússar völdin og skoruðu tvívegis á síðustu átta mínútum hennar, fyrst Dmitri Torbinski og síðan besti maður vallarins, Andrei Arshavin.

Holland komst upp úr C-riðli með því að vinna alla sína leiki og enda þar með í efsta sæti, en Rússar urðu í 2. sæti D-riðils eftir sigra á Svíum og Grikkjum en tap fyrir Spánverjum.

Lið Rússa: Igor Akinfeev, Denis Kolodin, Sergei Ignashevitch, Aleksandr Anyukov, Konstantin Zyryanov, Yuri Zhirkov, Igor Semshov, Sergei Semak, Ivan Saenko, Roman Pavlyuchenko, Andrei Arshavin.

Lið Hollands: Edwin van der Sar, Andre Ooijer, Joris Mathijsen, Khalid Boulahrouz, Nigel de Jong, Rafael Van der Vaart, Giovanni Van Bronckhorst, Wesley Sneijder, Orlando Engelaar, Ruud Van Nistelrooy, Dirk Kuyt.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert