Heimsmeistararnir fallnir úr keppni

Spánverjar unnu í kvöld Ítali í 8-liða úrslitum Evrópumótsins eftir framlengdan leik og vítaspyrnukeppni. Markvörðurinn Iker Casillas var hetja Spánverja og varði tvær spyrnur af fjórum, frá Daniele De Rossi og Antonio Di Natale. Í undanúrslitum mætir Spánn Rússlandi.

Engin mörk voru skoruð í venjulegum leiktíma og það sama var uppi á teningnum í framlengingunni. Því þurfti að grípa til vítaspyrnukeppni og þar nýttu Spánverjar allar sínar spyrnur utan einnar. 

Hægt er að nálgast atvikalýsingu frá leiknum með því að smella hér.

Lið Ítala: Gianluigi Buffon - Gianluca Zambrotta, Christian Panucci, Fabio Grosso, Giorgio Chiellini - Simone Perrotta, Daniele De Rossi, Alberto Aquilani, Massimo Ambrosini - Luca Toni, Antonio Cassano.

Lið Spánverja: Iker Casillas - Sergio Ramos, Carles Puyol, Carlos Marchena, Joan Capdevila - Xavi Hernandez, David Silva, Marcos Senna, Andres Iniesta - David Villa, Fernando Torres.

Casillas ver hér spyrnu De Rossi.
Casillas ver hér spyrnu De Rossi. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert