Lehmann reiðubúinn að fórna „lífinu“

Lehmann slappar hér af í hótelgarði þýska landsliðsins.
Lehmann slappar hér af í hótelgarði þýska landsliðsins. Reuters

Þýski landsliðsmarkvörðurinn Jens Lehmann segist reiðubúinn að gera hvað sem hann getur til að koma Þýskalandi í úrslitaleik Evrópumótsins í knattspyrnu. Þýskaland mætir Tyrklandi í undanúrslitaleik í kvöld kl. 18:45.

„Fyrir mér er þetta mikilvægasti leikurinn til þessa. Ég vil ekki falla aftur úr leik í undanúrslitum,“ sagði Lehmann í samtali við þýska blaðið Bild í gær, en Þýskaland tapaði einmitt fyrir Ítalíu í undanúrslitunum á HM 2006.

„Ég get ekki lofað sigri, en ég er reiðubúinn að gera hvað sem ég get og fórna jafnvel eigin lífi fyrir sigur. Þá á ég auðvitað við líf mitt á íþróttasviðinu, einkalíf mitt tilheyrir fjölskyldunni,“ sagði Lehmann.

Lehmann er orðinn 38 ára gamall en aðspurður um framtíð sína með þýska landsliðinu eftir Evrópumótið svaraði hann: „Ég einbeiti mér bara að leiknum á morgun [í dag]. Ef við komumst svo í úrslitaleikinn þá mun ég samt líklega ekki gefa út neina yfirlýsingu strax í kjölfarið. Ég hef nægan tíma til þess.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert