Óveður olli sambandsleysi í leik Tyrkja og Þjóðverja

Tugþúsundir Þjóðverja fylgdust með leiknum á götum Berlínar.
Tugþúsundir Þjóðverja fylgdust með leiknum á götum Berlínar. Reuters

Marg­ur knatt­spyrnu­áhugamaður­inn hef­ur ef­laust orðið fyr­ir von­brigðum í gær­kvöld þegar óveður í Aust­ur­ríki olli því að nærri 20 mín­út­ur af leik Tyrkja og Þjóðverja í undanúr­slit­um EM í knatt­spyrnu náðu ekki aug­um sjón­varps­áhorf­enda um nær all­an heim.

Óveðrið olli nokk­urra millisek­úndna raf­magns­leysi í út­send­ing­armiðstöð móts­ins, sem staðsett er í Vín­ar­borg, sem varð til þess að út­send­ing­ar­kerfið lá niðri í rúm­lega fimm mín­út­ur á meðan end­ur­ræs­ing stóð yfir. Þetta gerðist tvisvar sinn­um og í kjöl­farið tók Knatt­spyrnu­sam­band Evr­ópu, UEFA, þá ákvörðun að skipta yfir í vara­afl­stöð en til þess þurfti að end­ur­ræsa út­send­ing­ar­kerfið enn einu sinni.

Áhorf­end­ur misstu því af ein­um fjör­ug­asta lokakafla í leikj­um móts­ins, því tvö mörk voru skoruð á meðan út­send­ing­in lá niðri, en hún komst aft­ur í gang í þann mund sem Phil­ipp Lahm skoraði sig­ur­mark Þjóðverja í 3:2 sigri.

„Kerfið var gallað sem olli því að þrátt fyr­ir raf­magnstrufl­an­irn­ar var ekki skipt yfir í vara­afls­stöðina. Við höf­um hins veg­ar lag­fært kerfið og þeir leik­ir sem eft­ir eru munu ekki verða truflaðir,“  sagði William Gaill­ard, fjöl­miðlafull­trúi hjá UEFA.

Leik­ur­inn sjálf­ur fór fram í Basel í Sviss og gat sviss­neska sjón­varpið sýnt leik­inn í heild sinni í gegn­um annað út­send­ing­ar­kerfi. Þýsk­ir áhorf­end­ur misstu jafn­framt ekki af neinu því þarlend sjón­varps­stöð notaði merki frá sviss­neska sjón­varp­inu til að koma öll­um leikn­um til skila.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Staða og úrslit

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Ísland 4 4 0 0 129:97 32 8
2 Georgía 4 2 0 2 101:103 -2 4
3 Bosnía 4 1 0 3 95:104 -9 2
4 Grikkland 4 1 0 3 95:116 -21 2
16.03 Bosnía 20:22 Georgía
15.03 Ísland 33:21 Grikkland
13.03 Georgía 28:26 Bosnía
12.03 Grikkland 25:34 Ísland
10.11 Bosnía 23:22 Grikkland
10.11 Georgía 25:30 Ísland
06.11 Ísland 32:26 Bosnía
06.11 Grikkland 27:26 Georgía
07.05 18:00 Bosnía : Ísland
08.05 13:00 Georgía : Grikkland
11.05 16:00 Grikkland : Bosnía
11.05 16:00 Ísland : Georgía
urslit.net
Fleira áhugavert

Staða og úrslit

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Ísland 4 4 0 0 129:97 32 8
2 Georgía 4 2 0 2 101:103 -2 4
3 Bosnía 4 1 0 3 95:104 -9 2
4 Grikkland 4 1 0 3 95:116 -21 2
16.03 Bosnía 20:22 Georgía
15.03 Ísland 33:21 Grikkland
13.03 Georgía 28:26 Bosnía
12.03 Grikkland 25:34 Ísland
10.11 Bosnía 23:22 Grikkland
10.11 Georgía 25:30 Ísland
06.11 Ísland 32:26 Bosnía
06.11 Grikkland 27:26 Georgía
07.05 18:00 Bosnía : Ísland
08.05 13:00 Georgía : Grikkland
11.05 16:00 Grikkland : Bosnía
11.05 16:00 Ísland : Georgía
urslit.net
Fleira áhugavert