Ballack ekki með Þjóðverjum?

Michael Ballack gæti misst af öðrum úrslitaleik stórmóts á ferlinum.
Michael Ballack gæti misst af öðrum úrslitaleik stórmóts á ferlinum. Reuters

Óvíst er hvort Michael Ballack, fyr­irliði Þjóðverja, geti leikið með þeim annað kvöld þegar þeir mæta Spán­verj­um í úr­slita­leik Evr­ópu­móts­ins í knatt­spyrnu í Vín­ar­borg.

Ballack gat hvorki æft í gær né í dag vegna meiðsla í kálfa en Joachim Löw þjálf­ari Þjóðverja skýrði frá því á blaðamanna­fundi nú síðdeg­is.

„Vöðvinn stífnaði enn frek­ar í dag og það var úti­lokað fyr­ir hann að æfa. Við verðum að sjá til hvernig þetta þró­ast næsta sól­ar­hring­inn. Hann er fyr­irliðinn og gíf­ur­lega mik­il­væg­ur, en ef hann get­ur ekki leikið, kem­ur maður í manns stað og við leys­um það mál," sagði Löw.

Það yrði mikið áfall fyr­ir Þjóðverja að leika án fyr­irliðans sem hef­ur spilað vel í keppn­inni. Einni fyr­ir Ballack sjálf­an sem missti af úr­slita­leik Þjóðverja í heims­meist­ara­keppn­inni árið 2002 vegna leik­banns.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert