Þýskir og spænskir knattspyrnuáhugamenn eru nú fullir eftirvæntingar í Vínarborg þar sem landslið þeirra mætast í úrslitaleik Evrópumótsins í dag.
Spánverjar vonast til að koma höndum yfir Evrópubikarinn í fyrsta sinn síðan 1964, en Þjóðverjar eru sigurvissir og ætla heim með titilinn í fjórða sinn.