Aragonés hættir sem meistari

Spánarkonungur, Juan Carlos, fagnaði sigri Spánverja með þjálfaranum Luis Aragones.
Spánarkonungur, Juan Carlos, fagnaði sigri Spánverja með þjálfaranum Luis Aragones. Reuters

Luis Aragonés hættir á toppnum með spænska landsliðið eftir fjögurra ára starf sem landsliðsþjálfari. Hann hafði gefið það út fyrir mótið að hann hygðist hætta með liðið að móti loknu sama hvernig færi. Þetta var annað stórmótið sem hann stýrði liðinu í. Á heimsmeistarakeppninni 2006 féll Spánn út í 16-liða úrslitum.

Aragonés, sem verður sjötugur í næsta mánuði, á langan þjálfaraferil að baki eins og gefur að skilja þegar menn eru orðnir þetta gamlir og enn að. Hann hefur þjálfað lið á borð við Barcelona, Valencia, Betis, Mallorca og Atletico Madrid sem hann raunar stýrði fjórum sinnum. Hann mun að öllum líkindum taka við tyrkneska liðinu Fenerbache síðar í sumar og stýra þeim næstu leiktíð.

Aragonés hefur þótt umdeildur landsliðsþjálfari. Óheppileg ummæli hans hafa verið tíð og setti hann sjálfan gulldrenginn Raúl út í kuldann. Var hann gagnrýndur töluvert fyrir þetta Evrópumót að Raúl skyldi skilinn eftir heima þrátt fyrir að hafa leikið vel á tímabilinu. Það minnist þó enginn á það núna enda Aragonés orðinn þjóðhetja á Spáni.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert