Eiður Smári: „Kvennalandsliðið lætur strákaliðið líta illa út“

Eiður Smári Guðjohnsen.
Eiður Smári Guðjohnsen. Morgunblaðið/ Eggert

Eiður Smári Guðjohnsen, knattspyrnumaður með Barcelona, er í viðtali á vef UEFA í dag, þar sem rætt er um íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu sem keppir á lokamóti EM í Finnlandi síðar í mánuðinum. Eiður segir kvennaliðið láta strákaliðið líta illa út, enda árangur þeirra mun betri.

„Ég óska þeim alls hins besta. Ég hef sagt kvennalandsliðinu nokkrum sinnum til syndanna fyrir að láta okkur strákana líta illa út, því við erum hvergi nærri því að ná viðlíka árangri og þær. En þær eiga þetta fyllilega skilið, þær eru með frábært lið og eru góður fulltrúi Íslands,“ segir Eiður Smári í greininni.

Greinina má lesa að fullu hér.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert