EM: Guðrún Sóley fékk vægan heilahristing

Guðrún Sóley Gunnarsdóttir.
Guðrún Sóley Gunnarsdóttir. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Guðrún Sóley Gunnarsdóttir varnarmaður íslenska landsliðsins í fótbolta fékk mikið högg á höfuðið í fyrri hálfleik í 3:1 tapleiknum gegn Frakklandi í kvöld. Guðrún fór af velli um tíma þar sem að sjúkrateymi íslenska liðsins gerði að sárum hennar en Guðrún stóð vaktina í vörninni allt til loka.

Guðrún fór í ítarlegri skoðun hjá lækni eftir leikinn og er talið að hún hafi fengið vægan heilahristing. Hún ætti samt sem áður að vera klár í slaginn gegn Norðmönnum á fimmtudaginn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert