Samkvæmt styrkleikalista FIFA, Alþjóða knattspyrnusambandsins, er Ísland með slakasta liðið af þeim tólf sem leika nú til úrslita um Evrópumeistaratitil kvenna í Finnlandi.
Tólf af nítján bestu knattspyrnuþjóðum heims eru mættar til leiks í Finnlandi, einmitt þau tólf lið sem fremst eru í flokki í Evrópu. Á heimslista FIFA eru 98 þjóðir sem leika landsleiki reglulega en þar fyrir utan er stór hópur þjóða sem ekki hefur spilað opinberan kvennalandsleik undanfarin tvö ár. Af þessum 98 „virku“ þjóðum eru 46 úr Evrópu.
Tuttugu fremstu knattspyrnuþjóðir heims í kvennaflokki eru eftirtaldar, liðin sem keppa á EM í Finnlandi eru feitletruð:
1. Bandaríkin
2. Brasilía
3. Þýskaland
4. Svíþjóð
5. Norður-Kórea
6. Danmörk
7. Japan
8. Frakkland
9. England
10. Noregur
11. Kanada
12. Kína
13. Ítalía
14. Ástralía
15. Rússland
16. Úkraína
17. Holland
18. Finnland
19. Ísland
20. Spánn
Þegar riðlaskiptingin á EM er skoðuð útfrá þessum styrkleikalista fer ekki á milli mála að riðill Íslands, B-riðillinn, er sterkastur en A-riðillinn veikastur. Riðlarnir eru þannig:
A-riðill: Danmörk, Úkraína, Holland, Finnland.
B-riðill: Þýskaland, Frakkland, Noregur, Ísland.
C-riðill: Svíþjóð, England, Ítalía, Rússland.
Til gamans eru síðan aðrar Evrópuþjóðir á heimslistanum eftirtaldar:
23. Tékkland
25. Skotland
26. Sviss
27. Írland
31. Pólland
33. Serbía
34. Belgía
36. Rúmenía
37. Slóvakía
38. Austurríki
39. Ungverjaland
40. Hvíta-Rússland
41. Portúgal
43. Búlgaría
48. Króatía
50. Wales
52. Grikkland
53. Slóvenía
56. Ísrael
57. Tyrkland
59. Kasakstan
60. Færeyjar
62. Aserbaídsjan
68. Litháen
69. Norður-Írland
78. Eistland
79. Bosnía
80. Lettland
82. Lúxemborg
88. Malta
89. Armenía
91. Georgía
93. Makedónía
Ísland er í riðli með Frakklandi, Serbíu, Króatíu, Norður-Írlandi og Eistlandi í undankeppni heimsmeistaramótsins sem hófst með leik Íslands og Serbíu á Laugardalsvellinum um fyrri helgi.