EM: Styttist í Frakklandsleikinn

Ísland mætir Frakklandi í dag í fyrsta leiknum í úrslitakeppni Evrópumóts kvenna í knattspyrnu í finnsku borginni Tampere og verður flautað til leiks klukkan 17.

Íslenska liðið kom til Tampere á föstudaginn og hefur búið sig mjög vel undir þennan mikilvæga leik, sem er fyrsti leikur íslensks landsliðs í úrslitakeppni á stórmóti í flokki fullorðinna.

Mbl.is ræddi við Sigurð Ragnar Eyjólfsson landsliðsþjálfara, Katrínu Jónsdóttur fyrirliða og Margréti Láru Viðarsdóttur markaskorara um viðureign þjóðanna í kvöld.

Fylgst verður með leiknum hér á mbl.is

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka