EM: Má endurskoða kvendómara

Hólmfríður Magnúsdóttir var ekki ánægð eftir 3:1 tapleikinn gegn Frökkum …
Hólmfríður Magnúsdóttir var ekki ánægð eftir 3:1 tapleikinn gegn Frökkum í gær. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

„Byrjunin var flott og það var frábært að ná að skora strax á fyrstu mínútunum í svona keppni. Það gerist varla betra. En það er fljótt að gleymast þegar leikurinn tapast,“ sagði Hólmfríður Magnúsdóttir sem stóð við það loforð sitt að skora gegn Frökkum. Hún kom Íslandi yfir með skallamarki strax á 6. mínútu, hennar 12. mark fyrir Íslands hönd.

„Við nýttum ekki okkar færi nógu vel og svo fengu þær tvær vítaspyrnur. Sú fyrri var algjörlega gefins, og eftir þá seinni var staðan mjög erfið. Það var vont að lenda undir. Við fengum okkar færi en gegn svona sterkum liðum þarf að nýta þau. Mér fannst við ekki spila nógu vel í seinni hálfleiknum, og svo féll allt þeirra megin í dómgæslunni. Það má vel endurskoða það að vera með kvendómara í svona úrslitakeppni. Fullt af skrýtnum atriðum féll Frökkunum í hag en svona er þetta bara. En við þessu er ekkert að gera nema að sigra Noreg,“ sagði Hólmfríður.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert