EM: Ég vil dómara með typpi

Frá leik Íslands og Frakklands í fyrrakvöld.
Frá leik Íslands og Frakklands í fyrrakvöld. mbl.is/Golli

„Ég vil fá dómara með typpi!“ Þessi orð lét bálreið íslensk landsliðskona falla í búningsklefa íslenska liðsins eftir að það beið lægri hlut fyrir Frakklandi, 1:3, í fyrsta leiknum í úrslitakeppni EM í Tampere í fyrrakvöld.

Vissulega var umrædd landsliðskona svekkt í kjölfar ósigurs þegar hún þrumaði þetta yfir liðsfélögum sínum. Það er aldrei stórmannlegt að kenna dómurum um úrslit leikja, enda þótt óhjákvæmilegt sé að sumar ákvarðanir þeirra séu umdeildar og hafi oft úrslitaáhrif – skilji á milli sigurs, jafnteflis og taps. Slíkt er hluti af leiknum, hversu erfitt sem það reynist stundum að sætta sig við það í hita leiksins og strax að honum loknum.

Eftir fjögurra áratuga afskipti af hinum ýmsu íþróttagreinum hefur mér lærst að ummæli reiðs keppnisfólks í garð dómara sé oftast best að láta fara inn um annað eyrað og út um hitt. Þau eru yfirleitt látin falla í geðshræringu yfir meintu órétti, sem kannski var, og kannski ekki.

En í þessu tilviki finnst mér viðkomandi hafa ansi mikið til síns máls. Umræddur líkamspartur karlmanna skiptir ekki höfuðmáli sem slíkur en þessi ágæti leikmaður íslenska landsliðsins komst með þessum orðum beint að kjarna málsins.

Sjá nánar ítarlegri grein og umfjöllun um dómaramálin á EM í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag, og frekar umfjöllun um íslenska kvennalandsliðið í Finnlandi.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert