EM: Þær bestu eru ekki hér

Klara Bjartmarz les Morgunblaðið á hóteli íslenska landsliðsins í Tampere …
Klara Bjartmarz les Morgunblaðið á hóteli íslenska landsliðsins í Tampere ásamt fleiri fréttaþyrstum úr fylgdarliði landsliðsins. mbl.is/Golli

„Það er svakalega svekkjandi að vera komin í keppni tólf bestu liða í Evrópu og sjá síðan að þangað séu ekki mættir tólf bestu dómararnir í Evrópu,“ sagði Klara Bjartmarz, fararstjóri íslenska kvennalandsliðsins í úrslitakeppni Evrópumótsins í Finnlandi, í samtali við Morgunblaðið í gær.

Natalija Avdonchenko frá Rússlandi dæmdi leik Íslands og Frakklands í fyrrakvöld og varla hefur neinum sem fylgdist með leiknum dulist að hún var langt frá því að vera í þeim gæðaflokki sem þyrfti að vera í úrslitakeppni á stórmóti í fótbolta. 

„Ég veit ekki alveg hvaða pólitík er í gangi varðandi val á dómurum. En allavega er þetta þannig að tveir bestu kvendómarar heimsins eru frá Þýskalandi og aðeins önnur þeirra fær að dæma hérna í Finnlandi," sagði Klara sem einnig saknar toppdómara frá Rúmeníu sem dæmir fyrst og fremst karlaleiki í heimalandi sínu. 

Sjá nánar viðtal við Klöru og umfjöllun um dómaramálin á EM í Finnlandi í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert