EM: Það þarf að pirra prinsessurnar þrjár

Þóra B. Helgadóttir ætlar að halda hreinu í Lahti í …
Þóra B. Helgadóttir ætlar að halda hreinu í Lahti í dag. mbl.is/Golli

„Það verður svolítið skrýtið að mæta norska liðinu en mjög gaman. Þetta er lið sem við getum alveg unnið, en þetta verður erfitt því Norðmenn eru miklu reyndari en við í svona stórmóti,“ sagði Þóra B. Helgadóttir, landsliðsmarkvörður Íslands og markvörður norska úrvalsdeildarliðsins Kolbotn, þegar Morgunblaðið ræddi við hana um leikinn gegn Noregi á EM sem fram fer í Lahti klukkan 17 í dag.

Þóra á von á að norska liðið hefji leikinn með miklum látum. „Ég held að málið verði að halda út fyrstu mínúturnar því ég býst því að þær sæki á okkur af rosalegum krafti í byrjun. Þær gerðu það á móti Þjóðverjunum og sprengdu sig eiginlega á því í þeim leik. Spurningin er hvort þær reyni þetta aftur og þá er stóra málið fyrir okkur að fá ekki á okkur mark snemma í leiknum. Við megum ekki láta þær ná undirtökunum.“

Sjá nánar ítarlegt viðtal við Þóru í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag þar sem hún segir m.a. að lykillinn að árangri gegn Noregi sé að "pirra prinsessurnar þrjár" í liðinu og að hafðar séu góðar gætur á "Rooney kvennafótboltans." 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert