Ísland tapaði 1:0 fyrir Noregi í öðrum leik sínum í Evrópumóti kvenna í knattspyrnu í dag. Þar með er ljóst að liðið endar í neðsta sæti B-riðils og kemst ekki í 8-liða úrslitin. Fylgst var með gangi mála í beinni textalýsingu hér á mbl.is.
Markið sem skildi liðin að skoraði Cecilie Pedersen nokkrum sekúndum fyrir leikhlé. Íslenska liðið lagði allt í sölurnar í seinni hálfleik til að jafna metin en það tókst ekki. Lokaleikur Íslands í keppninni er því gegn Þýskalandi á sunnudaginn kl. 13. Þá leika Noregur og Frakkland hálfgerðan úrslitaleik um 2. sætið í riðlinum en ljóst er að Þýskaland hefur tryggt sér efsta sætið.
Byrjunarlið Íslands: Þóra B. Helgadóttir - Erna B. Sigurðardóttir, Katrín Jónsdóttir, Guðrún Sóley Gunnarsdóttir, Ólína G. Viðarsdóttir - Edda Garðarsdóttir, Dóra Stefánsdóttir, Sara Björk Gunnarsdóttir - Dóra María Lárusdóttir, Margrét Lára Viðarsdóttir, Hólmfríður Magnúsdóttir.
Byrjunarlið Noregs: Ingrid Hjelmseth - Camilla Huse, Maren Mjelde, Trine Rönning, Toril Akerhaugen - Solveig Gulbrandsen, Anneli Giske, Ingvild Stensland, Lene Storlökken - Cecilie Pedersen, Isabell Herlovsen.