Peter Bonde, aðstoðarlandsliðsþjálfari Dana í knattspyrni, segist vera sáttur við riðilinn, sem Danir lentu í þegar dregið var í undankeppni Evrópumótsins í knattspyrnu í dag. Ásamt Dönum eru Portúgalar, Norðmenn, Íslendingar og Kýpverjar í riðlinum.
„Þetta er góður riðill og það er útlit fyrir spennandi leiki," segir Bonde við Berlingske Tidende. Hann segist ánægður með að sleppa við Spánverja. Danir þekki Portúgala og einnig Norðurlöndin tvö. Þá séu Kýpverjar í framför á knattspyrnusviðinu.
„Við vissum að við myndum eiga erfitt verkefni framundan hvernig sem drátturinn færi en við eigum möguleika," sagði Bonde.