Bjarni Þór heldur áfram að bæta metið

Bjarni Þór Viðarsson og Alfreð Finnbogason léttir í lund á …
Bjarni Þór Viðarsson og Alfreð Finnbogason léttir í lund á æfingu í Álaborg. mbl.is/Hilmar Þór

Bjarni Þór Viðarsson fyrirliði íslenska U21 árs landsliðsins í knattspyrnu heldur áfram að bæta landsleikjametið í dag þegar Íslendingar mæta Svisslendingum í úrslitakeppni Evrópumótsins í Álaborg í Danmörku.

Bjarni Þór leikur sinn U21 árs landsleik í dag en hann lék sinn fyrsta landsleik í þessum aldursflokki þegar Íslendingar unnum frækinn útisigur á Svíum, 4:1, í undankeppni EM árið 2005. Bjarni skoraði þriðja mark Íslendinga í leiknum en í leikjunum 25 sem hann hefur spilað hefur hann skorað 6 mörk.

Næstur á eftir Bjarna yfir fjölda U21 árs landsleika kemur Birkir Bjarnason en hann lék sinn 23 landsleik þegar hann kom inná í seinni hálfleiknum á móti Hvít-Rússum í Árósum á laugardaginn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert