Gylfi Þór: Ósáttur við eigin frammistöðu

Gylfi Þór Sigurðsson leikmaður U21 árs landsliðsins segir möguleikana ekki vera miklir að komast í undanúrslitin á Evrópumótinu en liðið skuldi þeim sem hafa komið til Danmerkur til að fylgjast með liðinu og fólkinu heima á Íslandi að sýna eitthvað í leiknum á móti Dönum á laugardaginn.

,,Ég er ósáttur við eigin frammistöðu og liðið hefur spilað undir getu í fyrstu tveimur leikjunum í keppninni. Við fáum eitt tækifæri til viðbótar til að sýna hvað við getum og vonandi tekst okkur vel upp í þeim leik,“ sagði Gylfi Þór við mbl.is fyrir æfingu liðsins í morgun.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert