Byrjunarlið Íslands - Fyrirliðinn á bekkinn

Gylfi Þór Sigurðsson í leiknum gegn Svisslendingum.
Gylfi Þór Sigurðsson í leiknum gegn Svisslendingum. mbl.is/Hilmar Þór

Eyjólfur Sverrisson þjálfari U21 árs landsliðsins í knattspyrnu gerir þrjár breytingar á byrjunarliðinu sem mætir Dönum í kvöld frá tapleiknum gegn Svisslendingum. Fyrirliðinn Bjarni Þór Viðarsson, Guðmundur Kristjánsson og Alfreð Finnbogason setjast á bekkinn en inn í liðið koma Birkir Bjarnason, Aron Einar Gunnarsson og Jóhann Berg Guðmundsson.

Byrjunarliðið lítur þannig út:

Markvörður: Haraldur Björnsson

Hægri bakvörður: Eggert Gunnþór Jónsson

Miðverðir: Jón Guðni Fjóluson, Hólmar Örn Eyjólfsson

Vinstri bakvörður: Hjörtur Logi Valgarðsson

Miðjumenn: Aron Einar Gunnarsson, Gylfi Þór Sigurðsson, Birkir Bjarnason

Hægri kantur: Rúrik Gíslason (fyrirliði)

Vinstri kantur: Jóhann Berg Guðmundsson

Framherji: Kolbeinn Sigþórsson

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert