Einn sigur á Dönum í átta leikjum

Bjarni Þór Viðarsson fyrirliði U21 ára landsliðsins.
Bjarni Þór Viðarsson fyrirliði U21 ára landsliðsins. www.uefa.com

Íslendingar og Danir hafa átta sinnum mæst í leik U21 árs liða í knattspyrnu og hafa Danir betur í þeim viðureignum. Íslendingar hafa aðeins einu sinni lagt Dani að velli, þremur leikjum hefur lyktað með jafntefli og Danir hafa unnið fjórum sinnum.

Eini sigurleikur Íslands leit dagsins ljós í ágúst 1987 en þá höfðu Íslendingar betur í Nyborg, 3:1, í undankeppni Evrópumótsins. Valsmaðurinn Jón Grétar Jónsson skoraði tvö af mörkum Íslands í þeim leik og það þriðja skoraði KR-ingurinn Rúnar Kristinsson.

Síðast áttust þjóðirnar við í æfingaleik sem háður var í Álaborg 2009 á sama stað og leikurinn fer fram í kvöld. Þá höfðu Danir betur, 3:2, Bjarni Þór Viðarsson og Skúli Jón Friðgeirsson gerðu mörk Íslands í þeim leik.

Íslendingar og Danir mætast í lokaumferð riðlakeppni úrslitakeppni Evrópumótsins í Álaborg og hefst leikurinn klukkan 18.45 að íslenskum tíma.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert