Haraldur: Getum farið stoltir heim

Haraldur Björnsson markvörður íslenska U21 ára landsliðsins í knattspyrnu hafði svo sannarlega í nógu að snúast á milli stanganna þegar Íslendingar unnu frábæran sigur á Dönum, 3:1, í lokaleik sínum á Evrópumótinu gærkvöld.

Haraldur átti stórgóðan leik í markinu og varði hvað eftir annað meistaralega en Valsmaðurinn stóð svo sannarlega fyrir sínu á mótinu.

,,Við vorum grátlega nærri því að komast áfram og þetta er mjög svekkjandi en við getum farið heim stoltir frá mótinu. Vendipunkturinn fyrir okkur var líklega tapið á móti Hvít-Rússunum og kannski var það slæmt að byrja á móti þeim,“ sagði Haraldur en með frammistöðu sinni í leiknum í gærkvöld hefur hann örugglega vakið áhuga margra útsendara sem fylgdust með leiknum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert