Keld Bordinggaard þjálfari danska U21 ára landsliðsins í knattspyrnu segir að Danir hefðu átt skilið að komast í undanúrslit Evrópumótsins en Íslendingar sá til þess að svo varð ekki með 3:1 sigri á Dönum í Álaborg í gærkvöld.
,,Við áttum skilið að komast áfram. Við gáfum allt í leikinn og eftir að hafa séð leikinn og tölfræðina þá get ég ekki séð hvað við hefðum getað gert betur nema það að skora fleiri mörk.
Við fengum svo sannarlega tækifærin til þess en það var í þessum leik eins og öðrum sem nýting marktækifæranna var slök hjá okkur,“ sagði Bordinggaard eftir leikinn í gær en þetta var hans í síðasti leikur með U21 ára liðið. Morten Wieghorst þjálfari Nordjælland leysir hann af hólmi.