Þjálfari Dana: Áttum skilið að fara áfram

Íslensku leikmennirnir í sárum þrátt fyrir góðan sigur á Dönum.
Íslensku leikmennirnir í sárum þrátt fyrir góðan sigur á Dönum. www.uefa.com

Keld Bord­ingga­ard þjálf­ari danska U21 ára landsliðsins í knatt­spyrnu seg­ir að Dan­ir hefðu átt skilið að kom­ast í undanúr­slit Evr­ópu­móts­ins en Íslend­ing­ar sá til þess að svo varð ekki með 3:1 sigri á Dön­um í Ála­borg í gær­kvöld.

,,Við átt­um skilið að kom­ast áfram. Við gáf­um allt í leik­inn og eft­ir að hafa séð leik­inn og töl­fræðina þá get ég ekki séð hvað við hefðum getað gert bet­ur nema það að skora fleiri mörk.

Við feng­um svo sann­ar­lega tæki­fær­in til þess en það var í þess­um leik eins og öðrum sem nýt­ing mark­tæki­fær­anna var slök hjá okk­ur,“ sagði Bord­ingga­ard eft­ir leik­inn í gær en þetta var hans í síðasti leik­ur með U21 ára liðið. Morten Wieg­horst þjálf­ari Nor­djæl­land leys­ir hann af hólmi.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert