Þjóðverjar lögðu Ronaldo og félaga

Mario Gómez skoraði eina mark leiksins með frábærum skalla þegar Þýskaland vann Portúgal í kvöld í seinni leik dagsins í B-riðli Evrópumótsins. Fyrr í dag vann Danmörk 1:0 sigur á Hollandi í sama riðli og Danir og Þjóðverjar standa því vel að vígi.

Portúgalar komust nokkrum sinnum nálægt því að skora í leiknum, sérstaklega þegar Pepe átti gott skot í þverslá en boltinn skoppaði niður á marklínuna og út.

Fylgst var með gangi mála hér á mbl.is.

90.+3. Nani komst í ágætt færi eftir sendingu Ronaldos út í teiginn en þrumaði í varnarmann og aftur fyrir endamörk.

88. Dauðafæri! Silvestre Varela komst í dauðafæri hægra megin í teignum eftir sendingu Nélson Oliveira frá vinstri sem lak í gegnum vörn Þjóðverja. Neuer kom vel út og varði skotið.

84. SLÁ! Portúgalar reyna hvað þeir geta að jafna metin og eru farnir að sækja meira. Nani átti fyrirgjöf frá hægri sem fór í þverslána úti við vinstri stöng og út. Ekki þó mikil hætta á ferð.

72. MARK! Þýskaland komst í 1:0 með glæsilegu skallamarki frá Mario Gómez. Hann kom enninu í boltann eftir fyrirgjöf frá hægri og skallaði í hægra markhornið. Það var lítið búið að fara fyrir þessum mikla markaskorara fram til þessa.

64. Moutinho átti frábæra stungusendingu inn í teig á Cristiano Ronaldo en hann var aðeins of lengi að athafna sig svo Jerome Boateng náði að bjarga með frábærri tæklingu.

46. Seinni hálfleikur er hafinn og hann hófst á þungri sókn Þjóðverja en Portúgalar sáu við því. Cristiano Ronaldo skipti um hárgreiðslu í hálfleik og spurning hverju það skilar.

45. Hálfleikur. Staðan er enn markalaus eftir fyrri hálfleik sem hefur verið nokkuð jafn þó Þýskaland hafi verið meira með boltann. Pepe var næst því að skora en skot hans fór í þverslá þýska marksins, þaðan beint niður á marklínuna og út.

45. Portúgalar hársbreidd frá því að skora! Pepe náði til boltans eftir hornspyrnu og skaut frá vítapunktinum upp í hægri markvinkilinn. Þaðan fór boltinn beint niður á marklínuna og út. Portúgalar vildu meina að boltinn hefði farið inn en svo var ekki. Langbesta marktilraun leiksins til þessa.

43. Holger Badstuber fékk gult spjald fyrir að renna sér í hægri fót Nani en Portúgalinn hefur átt við meiðsli að stríða í þessum fæti. Hann virðist þó ekki kenna sér meins.

37. Lítið um góð færi í þessum fyrri hálfleik og staðan er enn markalaus.

24. Mario Gómez kom boltanum í netið en það var búið að dæma aukaspyrnu á Portúgali og Rui Patricio markvörður reyndi ekki einu sinni við boltann. Podolski tók skotið upp úr aukaspyrnunni við vítateiginn en þrumaði í samherja.

13. Helder Postiga fékk fyrsta gula spjald leiksins þegar hann tæklaði Manuel Neuer illa niður. Leikurinn byrjar ágætlega og er frekar jafn þessa stundina.

1. Leikurinn er hafinn! Góða skemmtun.

0. Byrjunarliðin eru klár. Nani hefur jafnað sig af meiðslum í fæti og er í liði Portúgals. Mario Gómez framherji Bayern München er fremstur hjá Þýskalandi á kostnað Miroslav Klose og Mats Hummels er í miðri vörn liðsins í stað Per Mertesacker leikmanns Arsenal.

Þýskaland: Neuer - Boateng, Hummels, Badstuber, Lahm, Khedira, Schweinsteiger, Müller, Özil, Podolski, Gómez.
Varamenn: Wiese, Gundogan, Schmelzer, Howedes, Schurrle, Klose, Bender, Mertesacker, Kroos, Götze, Reus, Zieler.

Portúgal: Rui Patricio - Pereira, Alves, Pepe, Coentrao, Veloso, Moutinho, Meireles, Nani, Postiga, Ronaldo.
Varamenn: Eduardo, Custodio, Almeida, Quaresma, Nelson Oliveira, Ricardo Costa, Rolando, Ruben Micael, Varela, Miguel Lopes, Hugo Viana, Beto.

mbl.is

Bloggað um fréttina

ENGIR LEIKIR Á SKRÁ Í ÚTSLÁTTARKEPPNI

ÚRSLIT SÍÐUSTU LEIKJA

Spánn
14. JÚLÍ
2 : 1
England
Holland
10. JÚLÍ
1 : 2
England
Útsláttarkeppnin

ENGIR LEIKIR Á SKRÁ Í ÚTSLÁTTARKEPPNI

ÚRSLIT SÍÐUSTU LEIKJA

Spánn
14. JÚLÍ
2 : 1
England
Holland
10. JÚLÍ
1 : 2
England
Útsláttarkeppnin