Shevchenko: Líður eins ég sé 20 ára

Andrei Shevchenko.
Andrei Shevchenko. AFP

Andrei Shevchenko, framherji og fyrirliði úkraínska landsliðsins í knattspyrnu, brosti breitt eftir sigur Úkraínumanna gegn Svíum á Evrópumótinu í knattspyrnu í kvöld. Shevchenko var hetja sinna manna en hann skoraði bæði mörk liðsins.

Shevchenko, sem er 35 ára gamall, hefur þar með skorað 48 mörk í 108 landsleikjum en þessi fyrrverandi framherji AC Milan og Chelsea sýndi enn og aftur hversu mikill markaskorari hann er.

„Mér líður frábærlega. Þetta var sögulegur leikur fyrir okkur. Þetta var sigur,“ sagði framherjinn skæði eftir leikinn.

„Mér líður eins og ég sé 20 ára en ekki 35. Ég vil þakka öllum fyrir stuðninginn. Þetta var löng leið því ég átti við mörg vandamál að stríða fyrir Evrópumótið,“ sagði Shevchenko.

mbl.is

Bloggað um fréttina

ENGIR LEIKIR Á SKRÁ Í ÚTSLÁTTARKEPPNI

ÚRSLIT SÍÐUSTU LEIKJA

Spánn
14. JÚLÍ
2 : 1
England
Holland
10. JÚLÍ
1 : 2
England
Útsláttarkeppnin

ENGIR LEIKIR Á SKRÁ Í ÚTSLÁTTARKEPPNI

ÚRSLIT SÍÐUSTU LEIKJA

Spánn
14. JÚLÍ
2 : 1
England
Holland
10. JÚLÍ
1 : 2
England
Útsláttarkeppnin